Fyrsta tunglfar Ísraelsmanna farið af stað Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 10:30 Vísir/SpaceX Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á. Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Ísraelsmenn hafa sent sitt fyrsta geimfar til tunglsins. Því var skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída á nótt með notaðri eldflaug SpaceX. Auk þes að vera fyrsta geimfarið frá Ísrael til að fara út fyrir sporbraut jarðarinnar er geimfarið smáa einnig það fyrsta sem sent er til tunglsins á vegum einkaaðila. Í þessu tilfelli sjálfseignarstofnuninni SpaceIL. Takist ætlunarverkið verður Ísrael, rúmlega átta milljóna manna land, það fjórða í sögunni til að koma geimfari til tunglsins. Aðeins Bandaríkjamönnum, Kínverjum og Rússum hefur tekist slíkt áður. Geimfarið, sem er á stærð við þvottavél og tæp sex hundruð kíló, er kallað Beresheet, og er því ætlað að safna ýmsum upplýsingum um tunglið. Fyrri tunglferðir hafa aðeins tekið nokkra daga en í þetta skipti er Beresheet skotið á sporbaug um jörðu en mun síðan safna hraða og stækka sporbauginn næstu vikurnar uns þyngdarafl tunglsins nær tökum á því. Tunglfarið hefði þó ekki komist af yfirborði jarðarinnar ef það hefði ekki fengið far með eldflauginni sem skotið var á loft í nótt en henni var sérstaklega skotið til að koma indónesískum samskiptahnetti á braut um jörðu. SpaceIL hefði ekki átt efni á því að koma Beresheet út í geim án þess að deila kostnaði með öðrum aðila.Hér má sjá hvernig ferðaleg Beresheet til tungslins verður.Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins.Sjá einnig: Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsinsEftir að Falcon 9 eldflaug SpaceX hafði komið geimfarinu og indverskum samskiptahnetti á sporbraut um jörðu lenti eldflaugin á drónaskipinu „Of Course I Still Love You“ sem var statt undan ströndum Flórída. Þetta var í þriðja sinn sem þessari tilteknu eldflaug var skotið út í geim og í þriðja sinn sem hún lendir aftur á jörðinni. Þá er þetta önnur eldflaug SpaceX sem skotið er á loft þrisvar sinnum.Hér má sjá tímaáætlun Beresheet.Vísir/SpaceILÞegar Beresheet nálgast tunglið verður því miðað til lendingar á svæði sem kallast Mare Serenitatis eða „Sea of Tranquility“. Heppnist lendingin mun geimfarið þó eingöngu vera starfhæft í um tvo daga. Á þeim tíma mun geimfarið mæla segulsvið tunglsins og taka myndir af yfirborði þess auk sjálfsmynda. Beresheet verður þó ekki alfarið gagnslaust eftir að það verður rafmagnslaust, því Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði samkomulag við SpacIL um að koma fyrir sérstökum samskiptabúnaði á geimfarinu, sem þarfnast ekki rafmagns. Með því verður hægt að varpa útsendingum úr geimnum af Beresheet og til jarðarinnar.Samkvæmt Space.com hefur einnig verið komið fyrir rafrænum gögnum um uppruna geimfarsins og margt fleira. Farið inniheldur í raun fjölda skjala, laga, mynda og bóka. Þar er einnig þrjár myntir sem búið er að skrifa alla hebresku biblíuna á.
Geimurinn Ísrael Tækni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira