Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 19:15 Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA. Á mynd eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. Mikill einhugur og baráttuandi sé meðal þeirra félagsfólks. Viðræðunefnd félaganna hitti samninganefnd atvinnurenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö og þar var atburðarásin hröð. Fundarhöld voru stutt hjá deiluaðilum í dag, eða um 45 mínútur. Á þeim tíma var mikið flakkað á milli herbergja þar sem viðræðunefnd Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík ásamt VR þurftu nokkrum sinnum að funda í sínum eigin röðum á milli þess sem þau funduðu með atvinnurekendum. En eftir síðustu útgöngu fulltrúa verkalýðsfélaganna af sameiginlegum fundi var stundin runnin upp og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi við fréttamenn.Okkur skilst að það sé búið að slíta viðræðum. Hver eru ykkar fyrstu viðbrögð? „Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér á fundi með ríkissáttasemjara rétt í þessu. Þannig að nú fer deilan í annan gír. Hún fer hins vegar ekkert frá okkur,“ segir Halldór.„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ En frá og með deginum í dag verða deiluaðilar boðaðir á tveggja vikna fresti til ríkissáttasemjara. Næsti fundur gæti því orðið um það leyti sem fyrstu aðgerðir verkalýðsfélaganna eru að skella á hafi ekki samist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félögin til í slaginn. Hverjar verða fyrstu aðgerðir sem þið ætlið að boða til. Þið hljótið að hafa hugsað út í það? „Við höfum sannarlega hugsað út í það. En á þessum tímapunkti ætla ég ekki að upplýsa um það. En við erum komin mjög langt með slíka undirbúningsvinnu,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðgerðarplan verða kynnt samninganefndum á morgun. Á næstu dögum verði síðan boðað til atkvæðagreiðslu um fyrstu aðgerðir. „Hér stefnum við bara í eina átt. Það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram. Þá atburðarás erum við að teikna upp. Já það stefnir í átök og það stefnir í verkföll,“ segir Ragnar Þór.Munu fara í aðgerðir þar sem þær skipta máliFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tilboð samtakanna frá því í síðustu viku marka það svigrúm sem væri til skiptanna ef takast eigi að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta og góðu atvinnustigi.„Að því sögðu getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá því tilboði og þar við sat í dag. Ég held að mjög margir geti tekið undir það sjónarmið SA að það sé mjög mikilvægt að við röskum ekki þeim verðstöðugleika sem ríkt hefur á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Halldór BenjamínVerkalýðsfélögin reikna með fyrstu aðgerðum fljótlega og segja að þær muni koma mörgum á óvart.Munið þið byrja í aðgerðum sem eru sársaukalitlar eða munið þið strax fara í sársauka miklar aðgerðir sem skipta miklu máli?„Við bara hugsum þetta mjög taktískt. Þannig að við munum fara í aðgerðir þar sem þær virkilega skipta máli,“ segir formaður Eflingar.Og þegar talað er um ábyrgð verkalýðsfélaganna á stöðu efnahagsmála vísa formennirnir til ábyrgðar samfélagsins og fyrirtækja á að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör.„Hér er bara hópur fólks sem þrátt fyrir langa vinnudaga, þrátt fyrir að starfa undir miklu álagi, þrátt fyrir að starfa sannarlega við undirstöðugreinar nær samt aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta strokið um frjálst höfuð efnahagslega. En þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Þessu vellauðuga en fámenna samfélagi. Þetta er staðreynd sem við hljótum öll að skammast okkur fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. Mikill einhugur og baráttuandi sé meðal þeirra félagsfólks. Viðræðunefnd félaganna hitti samninganefnd atvinnurenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö og þar var atburðarásin hröð. Fundarhöld voru stutt hjá deiluaðilum í dag, eða um 45 mínútur. Á þeim tíma var mikið flakkað á milli herbergja þar sem viðræðunefnd Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík ásamt VR þurftu nokkrum sinnum að funda í sínum eigin röðum á milli þess sem þau funduðu með atvinnurekendum. En eftir síðustu útgöngu fulltrúa verkalýðsfélaganna af sameiginlegum fundi var stundin runnin upp og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi við fréttamenn.Okkur skilst að það sé búið að slíta viðræðum. Hver eru ykkar fyrstu viðbrögð? „Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér á fundi með ríkissáttasemjara rétt í þessu. Þannig að nú fer deilan í annan gír. Hún fer hins vegar ekkert frá okkur,“ segir Halldór.„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ En frá og með deginum í dag verða deiluaðilar boðaðir á tveggja vikna fresti til ríkissáttasemjara. Næsti fundur gæti því orðið um það leyti sem fyrstu aðgerðir verkalýðsfélaganna eru að skella á hafi ekki samist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félögin til í slaginn. Hverjar verða fyrstu aðgerðir sem þið ætlið að boða til. Þið hljótið að hafa hugsað út í það? „Við höfum sannarlega hugsað út í það. En á þessum tímapunkti ætla ég ekki að upplýsa um það. En við erum komin mjög langt með slíka undirbúningsvinnu,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðgerðarplan verða kynnt samninganefndum á morgun. Á næstu dögum verði síðan boðað til atkvæðagreiðslu um fyrstu aðgerðir. „Hér stefnum við bara í eina átt. Það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram. Þá atburðarás erum við að teikna upp. Já það stefnir í átök og það stefnir í verkföll,“ segir Ragnar Þór.Munu fara í aðgerðir þar sem þær skipta máliFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tilboð samtakanna frá því í síðustu viku marka það svigrúm sem væri til skiptanna ef takast eigi að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta og góðu atvinnustigi.„Að því sögðu getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá því tilboði og þar við sat í dag. Ég held að mjög margir geti tekið undir það sjónarmið SA að það sé mjög mikilvægt að við röskum ekki þeim verðstöðugleika sem ríkt hefur á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Halldór BenjamínVerkalýðsfélögin reikna með fyrstu aðgerðum fljótlega og segja að þær muni koma mörgum á óvart.Munið þið byrja í aðgerðum sem eru sársaukalitlar eða munið þið strax fara í sársauka miklar aðgerðir sem skipta miklu máli?„Við bara hugsum þetta mjög taktískt. Þannig að við munum fara í aðgerðir þar sem þær virkilega skipta máli,“ segir formaður Eflingar.Og þegar talað er um ábyrgð verkalýðsfélaganna á stöðu efnahagsmála vísa formennirnir til ábyrgðar samfélagsins og fyrirtækja á að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör.„Hér er bara hópur fólks sem þrátt fyrir langa vinnudaga, þrátt fyrir að starfa undir miklu álagi, þrátt fyrir að starfa sannarlega við undirstöðugreinar nær samt aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta strokið um frjálst höfuð efnahagslega. En þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Þessu vellauðuga en fámenna samfélagi. Þetta er staðreynd sem við hljótum öll að skammast okkur fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira