Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15