Móð og másandi á nýju brautarmeti þegar hún sigldi sínu fyrsta frumvarpi í höfn Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 15:00 Áslaug Arna í ræðustól Alþingis í dag. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk sitt fyrsta frumvarp samþykkt á Alþingi á dag. Um er að ræða breytingu á lögum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili. Er breytingunni ætlað að gera málsmeðferðina við nálgunarbann auðveldari og léttari og skilja á milli málsmeðferðar við nálgunarbann og brottvísunar af heimili. Áslaug mætti á miklum hlaupum inn í þingsal og átti erfitt með sig í ræðustól sökum þess hversu móð hún var. Vakti það mikla kátínu þingmanna líkt og sjá má í myndbandi neðar í fréttinni. „Það er ekki jafn mikil þvingun í því að fá á sig nálgunarbann og láta vísa sér af heimili,“ segir Áslaug Arna í samtali við Vísi. Lögin um nálgunarbann og brottvísun af heimili eru frá árinu 2011 og komin reynsla á þau og er verið að taka mið af henni með þessari breytingu. „Það má margt betur fara þegar kemur að þessum úrræði. Markmiðið með lögunum er að bæta meðferðina hvað varðar beitingu nálgunarbanns þannig að hún sé ekki jafn þung í vöfum og hún hefur verið. Sér í lagi þegar þannig háttar að sakborningur er samþykkur um nálgunarbann,“ segir Áslaug. „Markmiðið með breytingunum er að vernda betur þann sem er brotið á. Það er auðvitað markmiðið með nálgunarbanni og þetta er mikilvægt skref að stíga til að bæta lögin.“Geta samþykkt nálgunarbann án aðkomu dómsÁsmundir Einari Daðasyni félagsmálaráðherra var augljóslega skemmt þegar Áslaug Arna gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag.VísirFyrir lagabreytinguna þurfti ávallt að fara með ákvörðun um nálgunarbann fyrir dómstóla þó að sakborningur væri samþykkur banninu. Með breytingunni getur lögreglustjóri tekið ákvörðunina án þess að bera hana undir dómstóla ef sakborningur er samþykkur því. Í frumvarpi Áslaugar er að finna breytingar um vægari úrræði sem höfðu ekki verið skilgreind nægjanlega vel í lögunum. Í dómaframkvæmd er oft vísað til þess að reyna eigi vægari úrræði fyrst áður en gripið er til nálgunarbanns en hvergi var að finna reglur um hver þessi vægari úrræði eiga að vera og engin samræmd framkvæmd varðandi það. Í greinargerð frumvarpsins er einnig ítrekað að röskun á friði sé nægjanlegt skilyrði til að fá nálgunarbann. „En það virðist oft vera að sett séu strangari skilyrði í dómaframkvæmd en lögin kveða á um. En ég tel að með þessum breytingum séu lögin orðin betri en svo þarf reynsla að komast á þau,“ segir Áslaug Arna. Hún tók einnig fram í ræðu sinni á Alþingi að skoða þurfi þyngingar á dómum þegar brotið er gegn nálgunarbanni því dómar við slíkum brotum séu afskaplega vægir. Fékk símtal 5 mínútum fyrir atkvæðagreiðslu Þetta fyrsta frumvarp sem Áslaug Arna fékk samþykkt var ekki það eina sem vakti athygli í morgun. Áslaug Arna mætti móð og másandi í ræðupúlt Alþingis þar sem hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og vakti það mikla kátínu þingmanna. Klippa: Áslaug Arna hleypur í ræðustól á Alþingi Áslaug segir að hún hafi einfaldlega ruglast á því í fyrsta skipti á ferli sínum sem þingmaður hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. Á þriðjudögum fer hún fram klukkan 14 en klukkan 11 á fimmtudögum. Áslaug stóð í þeirri trú að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan 14 í dag þegar hún var stödd í miðri kynningu í Ljósmyndaskólanum úti á Granda í Reykjavík. „Ég fæ þá símtal um að það séu fimm mínútur í atkvæðagreiðslu,“ segir Áslaug Arna. Þá voru góð ráð dýr og ekkert annað um að ræða en að hendast út í bíl og bruna upp í þinghús. „Ég setti örugglega brautarmet og sér í lagi örugglega hlaupamet frá bílastæði þinghússins og inn í þingsal,“ segir Áslaug Arna sem var mætt í pontu rúmum fjórum mínútum eftir að hún fékk símtalið út á Granda. Hún segist hafa verið mjög heppin með litla umferð og lenti ekki á neinu rauðu ljósi og gekk því vel að komast fljótt upp í þinghús. Alþingi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk sitt fyrsta frumvarp samþykkt á Alþingi á dag. Um er að ræða breytingu á lögum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili. Er breytingunni ætlað að gera málsmeðferðina við nálgunarbann auðveldari og léttari og skilja á milli málsmeðferðar við nálgunarbann og brottvísunar af heimili. Áslaug mætti á miklum hlaupum inn í þingsal og átti erfitt með sig í ræðustól sökum þess hversu móð hún var. Vakti það mikla kátínu þingmanna líkt og sjá má í myndbandi neðar í fréttinni. „Það er ekki jafn mikil þvingun í því að fá á sig nálgunarbann og láta vísa sér af heimili,“ segir Áslaug Arna í samtali við Vísi. Lögin um nálgunarbann og brottvísun af heimili eru frá árinu 2011 og komin reynsla á þau og er verið að taka mið af henni með þessari breytingu. „Það má margt betur fara þegar kemur að þessum úrræði. Markmiðið með lögunum er að bæta meðferðina hvað varðar beitingu nálgunarbanns þannig að hún sé ekki jafn þung í vöfum og hún hefur verið. Sér í lagi þegar þannig háttar að sakborningur er samþykkur um nálgunarbann,“ segir Áslaug. „Markmiðið með breytingunum er að vernda betur þann sem er brotið á. Það er auðvitað markmiðið með nálgunarbanni og þetta er mikilvægt skref að stíga til að bæta lögin.“Geta samþykkt nálgunarbann án aðkomu dómsÁsmundir Einari Daðasyni félagsmálaráðherra var augljóslega skemmt þegar Áslaug Arna gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag.VísirFyrir lagabreytinguna þurfti ávallt að fara með ákvörðun um nálgunarbann fyrir dómstóla þó að sakborningur væri samþykkur banninu. Með breytingunni getur lögreglustjóri tekið ákvörðunina án þess að bera hana undir dómstóla ef sakborningur er samþykkur því. Í frumvarpi Áslaugar er að finna breytingar um vægari úrræði sem höfðu ekki verið skilgreind nægjanlega vel í lögunum. Í dómaframkvæmd er oft vísað til þess að reyna eigi vægari úrræði fyrst áður en gripið er til nálgunarbanns en hvergi var að finna reglur um hver þessi vægari úrræði eiga að vera og engin samræmd framkvæmd varðandi það. Í greinargerð frumvarpsins er einnig ítrekað að röskun á friði sé nægjanlegt skilyrði til að fá nálgunarbann. „En það virðist oft vera að sett séu strangari skilyrði í dómaframkvæmd en lögin kveða á um. En ég tel að með þessum breytingum séu lögin orðin betri en svo þarf reynsla að komast á þau,“ segir Áslaug Arna. Hún tók einnig fram í ræðu sinni á Alþingi að skoða þurfi þyngingar á dómum þegar brotið er gegn nálgunarbanni því dómar við slíkum brotum séu afskaplega vægir. Fékk símtal 5 mínútum fyrir atkvæðagreiðslu Þetta fyrsta frumvarp sem Áslaug Arna fékk samþykkt var ekki það eina sem vakti athygli í morgun. Áslaug Arna mætti móð og másandi í ræðupúlt Alþingis þar sem hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og vakti það mikla kátínu þingmanna. Klippa: Áslaug Arna hleypur í ræðustól á Alþingi Áslaug segir að hún hafi einfaldlega ruglast á því í fyrsta skipti á ferli sínum sem þingmaður hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. Á þriðjudögum fer hún fram klukkan 14 en klukkan 11 á fimmtudögum. Áslaug stóð í þeirri trú að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan 14 í dag þegar hún var stödd í miðri kynningu í Ljósmyndaskólanum úti á Granda í Reykjavík. „Ég fæ þá símtal um að það séu fimm mínútur í atkvæðagreiðslu,“ segir Áslaug Arna. Þá voru góð ráð dýr og ekkert annað um að ræða en að hendast út í bíl og bruna upp í þinghús. „Ég setti örugglega brautarmet og sér í lagi örugglega hlaupamet frá bílastæði þinghússins og inn í þingsal,“ segir Áslaug Arna sem var mætt í pontu rúmum fjórum mínútum eftir að hún fékk símtalið út á Granda. Hún segist hafa verið mjög heppin með litla umferð og lenti ekki á neinu rauðu ljósi og gekk því vel að komast fljótt upp í þinghús.
Alþingi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira