Úrvalsdeildin í pílu í beinni í kvöld og tveir meistarar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Hollendingurinn Michael van Gerwen og Skotinn Peter Wright eru báðir meðal keppenda í úrvalsdeildinni í pílu. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld Aðrar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld
Aðrar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira