Erlent

Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn Robert Mueller hefur nú staðið í tæp tvö ár.
Rannsókn Robert Mueller hefur nú staðið í tæp tvö ár. EPA
Búist er við að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, muni skila skýrslu sinni í næstu viku.

Frá þessu greinir CNN og vísar í ónafngreinda heimildarmenn. Muni dómsmálaráðherrann William Barr greina frá skilum á skýrslunni þar sem farið verður yfir niðurstöður rannsóknar Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa.

Í frétt CNN segir að nákvæm tímasetning tilkynningarinnar kunni að breytast, en að henni lokinni muni Barr senda skjal á þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þar sem helstu niðurstöður skýrslunnar verða tíundaðar.

Rannsókn Mueller hefur nú staðið í tæp tvö ár, en hann var skipaður til að fara fyrir rannsókninni í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI.


Tengdar fréttir

Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina

Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI.

Ráðgjafi Trump neitar sök um lygar

Roger Stone kom fyrir dómara í Washington-borg í dag. Hann er sakaður um að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti við Wikileaks og framboðs Donalds Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×