Sérfræðingur Eflingar segir ríkisstjórnina ögra verkalýðshreyfingunni Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42