Hafnarboltastjarna fær 36 milljarða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 15:30 Manny Machado er ríkur maður. AP/Jae C. Hong Hafnarboltamaðurinn Manny Machado hefur gert einn stærsta samninginn í sögu bandarískra íþrótta samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Manny Machado er að semja við San Diego Padres og á að fá 300 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða rétt tæplega 36 milljarða íslenskra króna. Manny Machado er 26 ára og spilaði með Los Angeles Dodgers á síðasta tímabili. Fyrstu sex ár ferilsins var hann aftur á móti leikmaður Baltimore Orioles. Hann fékk sextán milljónir dollara fyrir síðasta tímabil en þessi samningur er af allt annarri stæðargráðu. Machado er frábær leikmaður en hann hefur fjórum sinnum komist í Stjörnuleik MLB-deildarinnar og tvisvar unnið Gullhanska deildarinnar. Fáir hafnarboltaleikmenn státa af sömu hæfileikum og Machado. Philadelphia Phillies, Chicago White Sox og New York Yankees voru öll á eftir undirskrift Manny Machado en misstu af honum.Manny Machado's contract with the Padres: A reported 10-year, $300 million deal. It would be the biggest free-agent contract in the history of American sports, AP reports pic.twitter.com/ivNwhFYUQr — TicToc by Bloomberg (@tictoc) February 20, 2019San Diego Padres hefur eytt miklum peningi í að styrkja liðið sitt á síðustu misserum og þar á bæ ætla menn sé stóra hluti. Alls hafa forráðamenn Padres nú eytt 474 milljónum dollara í nýja leikmenn undanfarin tvö tímabil eða meira en öll önnur lið deildarinnar. Sem dæmið um stökkið sem félagið hefur tekið er að Padres eyddi alls 309 milljónum dollara í nýja leikmenn í aldarfjórðung þar á undan. San Diego er ennþá með hafnarboltalið en þessi borg í suður Kaliforníu hefur misst bæði NBA-liðin sín (Rockets til Houston 1971 og Clippers til Los Angeles 1984) sem og NFL-liðið sitt (Charges til Los Angeles 2017). San Diego Padres hefur aldrei unnið hafnarboltatitilinn en tvisvar komist í úrslitin. Síðast spilaði San Diego Padres liðið í „World Series“ fyrir meira en tuttugu árum eða haustið 1998.Here’s some good nuggets into Manny Machado’s decision to sign with the #Padres (via @espn) W/ Hosmer and Machado contracts, “the Padres have spent more on two players than they did in their previous 25 offseasons combined." pic.twitter.com/82JTJclZ1G — Andrew Burer (@andrewburer) February 19, 2019 Aðrar íþróttir Hafnabolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hafnarboltamaðurinn Manny Machado hefur gert einn stærsta samninginn í sögu bandarískra íþrótta samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla. Manny Machado er að semja við San Diego Padres og á að fá 300 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða rétt tæplega 36 milljarða íslenskra króna. Manny Machado er 26 ára og spilaði með Los Angeles Dodgers á síðasta tímabili. Fyrstu sex ár ferilsins var hann aftur á móti leikmaður Baltimore Orioles. Hann fékk sextán milljónir dollara fyrir síðasta tímabil en þessi samningur er af allt annarri stæðargráðu. Machado er frábær leikmaður en hann hefur fjórum sinnum komist í Stjörnuleik MLB-deildarinnar og tvisvar unnið Gullhanska deildarinnar. Fáir hafnarboltaleikmenn státa af sömu hæfileikum og Machado. Philadelphia Phillies, Chicago White Sox og New York Yankees voru öll á eftir undirskrift Manny Machado en misstu af honum.Manny Machado's contract with the Padres: A reported 10-year, $300 million deal. It would be the biggest free-agent contract in the history of American sports, AP reports pic.twitter.com/ivNwhFYUQr — TicToc by Bloomberg (@tictoc) February 20, 2019San Diego Padres hefur eytt miklum peningi í að styrkja liðið sitt á síðustu misserum og þar á bæ ætla menn sé stóra hluti. Alls hafa forráðamenn Padres nú eytt 474 milljónum dollara í nýja leikmenn undanfarin tvö tímabil eða meira en öll önnur lið deildarinnar. Sem dæmið um stökkið sem félagið hefur tekið er að Padres eyddi alls 309 milljónum dollara í nýja leikmenn í aldarfjórðung þar á undan. San Diego er ennþá með hafnarboltalið en þessi borg í suður Kaliforníu hefur misst bæði NBA-liðin sín (Rockets til Houston 1971 og Clippers til Los Angeles 1984) sem og NFL-liðið sitt (Charges til Los Angeles 2017). San Diego Padres hefur aldrei unnið hafnarboltatitilinn en tvisvar komist í úrslitin. Síðast spilaði San Diego Padres liðið í „World Series“ fyrir meira en tuttugu árum eða haustið 1998.Here’s some good nuggets into Manny Machado’s decision to sign with the #Padres (via @espn) W/ Hosmer and Machado contracts, “the Padres have spent more on two players than they did in their previous 25 offseasons combined." pic.twitter.com/82JTJclZ1G — Andrew Burer (@andrewburer) February 19, 2019
Aðrar íþróttir Hafnabolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira