„Algjörlega stórkostlegur dagur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félögum sínum í kröfugöngu í dag. vísir/vilhelm Það verður ekki annað sagt en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé í skýjunum með það hvernig verkfallsaðgerðir félagsins tókust til í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við hana og Ragnheiði Valgarðsdóttur, verkfallsvörð, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en um 700 félagsmenn í Eflingu sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf klukkan 10 í morgun. Verkfall þeirra stendur til miðnættis í kvöld. „Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til,“ sagði Sólveig Anna spurð út hvernig dagurinn hafi gengið. „Þetta hefur verið algjörlega stórkostlegur dagur, mögnuð samstaða, ótrúlega gaman að fá að vera hérna í dag og spjalla við allar konurnar. Við skiptumst á sögum og lífsreynslu okkar sem láglaunakonur. Gangan okkar var stórkostlega vel heppnuð þannig að já, þetta er búinn að vera frábær dagur.“ Ragnheiður sagði að verkfallsverðir hefðu náð að heimsækja flest öll hótelin á höfuðborgarsvæðinu þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. Hún sagði eitthvað hafa verið um verkfallsbrot en ekki neinar ryskingar. „Á einu hóteli fengum við ekki að komast inn en það var mikið um að deildarstjórar og millistjórnendur á hótelum hafi verið að ganga í störf hótelþerna og eitthvað um að hótelþernur hafi verið sjálfar að störfum,“ sagði Ragnheiður. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu Eflingar og VR um mun víðtækari verkfallsaðgerðir sem hefjast síðar í mánuðinum ef þær verða samþykktar og ef ekki hefur tekist að semja um nýja kjarasamninga. Aðspurð hvort hún telji að af þeim aðgerðum verði sagði Sólvegi Anna: „Við skulum sjá hvernig fer. En það er allavega eitt sem er alveg ljóst eftir þennan dag að við sem höfum litla reynslu af verkfallsundirbúningi erum búin að sýna og sanna að við getum sannarlega skipulagt mjög glæsilegar aðgerðir og ef til verkfalla kemur þá getum við staðið í verkfallsvörslu og gert allt sem við þurfum að gera.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag þegar verkfallsaðgerðirnar stóðu sem hæst í miðborg Reykjavíkur.Framkvæmdastjórinn Melissa Munguia hjá Center Hotels gekk í störf þerna í dag þegar verkfallið hófst.vísir/vilhelmHótelþernur í verkfalli fjölmenntu í verkfallsmiðstöðina í Gamla bíói.vísir/vilhelmÍ hádeginu streymdu þernurnar úr Gamla bíói og niður á Lækjartorg til samstöðufundar.vísir/vilhelmZsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna á Hótel Borg, var ein þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum.vísir/vilhelmFánar Eflingar blöktu í nöprum vindi á torginu og verkafólkið bar kröfuspjöld.vísir/vilhelmRúnar Björn Herrera, formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, tók líka til máls á fundinum á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmSamstaða og einhugur var hjá verkafólkinu sem lagði niður störf í dag.vísir/vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé í skýjunum með það hvernig verkfallsaðgerðir félagsins tókust til í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við hana og Ragnheiði Valgarðsdóttur, verkfallsvörð, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en um 700 félagsmenn í Eflingu sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf klukkan 10 í morgun. Verkfall þeirra stendur til miðnættis í kvöld. „Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til,“ sagði Sólveig Anna spurð út hvernig dagurinn hafi gengið. „Þetta hefur verið algjörlega stórkostlegur dagur, mögnuð samstaða, ótrúlega gaman að fá að vera hérna í dag og spjalla við allar konurnar. Við skiptumst á sögum og lífsreynslu okkar sem láglaunakonur. Gangan okkar var stórkostlega vel heppnuð þannig að já, þetta er búinn að vera frábær dagur.“ Ragnheiður sagði að verkfallsverðir hefðu náð að heimsækja flest öll hótelin á höfuðborgarsvæðinu þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. Hún sagði eitthvað hafa verið um verkfallsbrot en ekki neinar ryskingar. „Á einu hóteli fengum við ekki að komast inn en það var mikið um að deildarstjórar og millistjórnendur á hótelum hafi verið að ganga í störf hótelþerna og eitthvað um að hótelþernur hafi verið sjálfar að störfum,“ sagði Ragnheiður. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu Eflingar og VR um mun víðtækari verkfallsaðgerðir sem hefjast síðar í mánuðinum ef þær verða samþykktar og ef ekki hefur tekist að semja um nýja kjarasamninga. Aðspurð hvort hún telji að af þeim aðgerðum verði sagði Sólvegi Anna: „Við skulum sjá hvernig fer. En það er allavega eitt sem er alveg ljóst eftir þennan dag að við sem höfum litla reynslu af verkfallsundirbúningi erum búin að sýna og sanna að við getum sannarlega skipulagt mjög glæsilegar aðgerðir og ef til verkfalla kemur þá getum við staðið í verkfallsvörslu og gert allt sem við þurfum að gera.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag þegar verkfallsaðgerðirnar stóðu sem hæst í miðborg Reykjavíkur.Framkvæmdastjórinn Melissa Munguia hjá Center Hotels gekk í störf þerna í dag þegar verkfallið hófst.vísir/vilhelmHótelþernur í verkfalli fjölmenntu í verkfallsmiðstöðina í Gamla bíói.vísir/vilhelmÍ hádeginu streymdu þernurnar úr Gamla bíói og niður á Lækjartorg til samstöðufundar.vísir/vilhelmZsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna á Hótel Borg, var ein þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum.vísir/vilhelmFánar Eflingar blöktu í nöprum vindi á torginu og verkafólkið bar kröfuspjöld.vísir/vilhelmRúnar Björn Herrera, formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, tók líka til máls á fundinum á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmSamstaða og einhugur var hjá verkafólkinu sem lagði niður störf í dag.vísir/vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37
Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36