Hræsni Samfylkingarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2019 15:30 Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar