Fótbolti

Það VAR rétt að dæma víti á PSG

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kimpembe er hér nýbúinn að fá boltann í höndina og snýr baki í skotmanninn, Diogo Dalot.
Kimpembe er hér nýbúinn að fá boltann í höndina og snýr baki í skotmanninn, Diogo Dalot. vísir/getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem útskýrt er af hverju Man. Utd fékk dæmda vítaspyrnu undir lok leiksins gegn PSG. Vítaspyrnudómurinn þótti umdeildur en United komst áfram í Meistaradeildinni með því að skora úr vítinu.

Dómari leiksins dæmdi vítið eftir að hafa fengið ábendingu frá myndbandsdómurunum, VAR, um að þetta væri atvik sem vert væri að kíkja á. Dómarinn ætlaði aldrei að dæma neitt til að byrja með.

Þetta er það sem UEFA kallar stórt atvik sem dómarinn missti af og samkvæmt vinnureglum ber mönnunum í myndbandsherberginu að láta dómarann vita af slíku sem og þeir gerðu.

Dómarinn fór svo að skoðaði atvikið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að fjarlægðin í leikmanninn sem fékk boltann í höndina hefði ekki verið stutt og þar af leiðandi hefði leikmaðurinn getað brugðist við.





Handleggur varnarmannsins var ekki nálægt skrokknum, er hann fær boltann í höndina, sem gerði líkama varnarmannsins þar af leiðandi stærri en eðlilegt er. Með því stöðvaði hann för boltans í átt að marki. Því ákveður dómarinn að dæma vítaspyrnu.

Allar þessar ákvarðanir eru teknar eftir reglum sem settar eru um VAR eða myndbandsdómgæslu.



Klippa: PSG - Manchester United 1-3

Tengdar fréttir

Rashford skaut United áfram úr VAR-víti

Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×