Vilja fresta samrekstri leikskólanna vegna uppsagna: „Þetta leggst mjög þungt á fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2019 11:13 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið. Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51