Þar sem allir geta lifað með reisn Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 7. mars 2019 09:45 Um sumt eru Íslendingar sammála. Við eru sammála um öfluga samneyslu. Við viljum gjaldfrjálsa menntun og við viljum öflugt velferðarkerfi. Til þess leggjum við á skatta. En við beitum líka skattkerfinu til að jafna kjörin. Því að staðreyndin er sú að auknar tekjur skipta fátækan mann meira máli en ríkan. Allir eru sammála um það að um langa hríð hefur sá hópur fólks sem á erfitt með að láta heimilisbókhaldið ganga upp verið of stór. Samkvæmt lífskjararannsókn telur u.þ.b. tíundi hluti þjóðarinnar það mjög erfitt að láta enda ná saman. Það hlýtur að vera markmið samfélagsins að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og samspil bóta og skatta. Sitjandi ríkisstjórn hefur stýrt aukningu í barnabótakerfið til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur. Þá hefur hækkun leiguverðs komið illa við fólk með lágar tekjur. Von er á úrbótum í húsnæðismálum, en það tekur tíma að snúa við þeirri þróun sem hófst þegar hið félagslega húsnæðiskerfi ríkisins var lagt af undir lok síðustu aldar. Þá þarf að byggja upp hágæða almenningssamgöngur á landsvísu svo það sé val að eiga bíl, en ekki nauðsyn. Með tillögu sérfræðingahóps um skattkerfið, um að búa til lægra þrep fyrir lágar tekjur færumst við nær Norðurlöndunum. Það skilar sér í því að skattprósenta lægstu launa er komin á sama stað og hún var við upphaf staðgreiðslunnar árið 1988. Þá var mikilvægt skref í átt til réttlætis stigið fyrsta janúar síðastliðinn, en héðan í frá munu efra og neðri þrep fylgja sömu vísitölu svo að skattbyrði aukist ekki aftur hjá hinum tekjulægri en haldist óbreytt hjá þeim tekjuhærri þegar laun hækka umfram verðlag. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum þjóðfélag þar sem allir geta lifað með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um sumt eru Íslendingar sammála. Við eru sammála um öfluga samneyslu. Við viljum gjaldfrjálsa menntun og við viljum öflugt velferðarkerfi. Til þess leggjum við á skatta. En við beitum líka skattkerfinu til að jafna kjörin. Því að staðreyndin er sú að auknar tekjur skipta fátækan mann meira máli en ríkan. Allir eru sammála um það að um langa hríð hefur sá hópur fólks sem á erfitt með að láta heimilisbókhaldið ganga upp verið of stór. Samkvæmt lífskjararannsókn telur u.þ.b. tíundi hluti þjóðarinnar það mjög erfitt að láta enda ná saman. Það hlýtur að vera markmið samfélagsins að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og samspil bóta og skatta. Sitjandi ríkisstjórn hefur stýrt aukningu í barnabótakerfið til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur. Þá hefur hækkun leiguverðs komið illa við fólk með lágar tekjur. Von er á úrbótum í húsnæðismálum, en það tekur tíma að snúa við þeirri þróun sem hófst þegar hið félagslega húsnæðiskerfi ríkisins var lagt af undir lok síðustu aldar. Þá þarf að byggja upp hágæða almenningssamgöngur á landsvísu svo það sé val að eiga bíl, en ekki nauðsyn. Með tillögu sérfræðingahóps um skattkerfið, um að búa til lægra þrep fyrir lágar tekjur færumst við nær Norðurlöndunum. Það skilar sér í því að skattprósenta lægstu launa er komin á sama stað og hún var við upphaf staðgreiðslunnar árið 1988. Þá var mikilvægt skref í átt til réttlætis stigið fyrsta janúar síðastliðinn, en héðan í frá munu efra og neðri þrep fylgja sömu vísitölu svo að skattbyrði aukist ekki aftur hjá hinum tekjulægri en haldist óbreytt hjá þeim tekjuhærri þegar laun hækka umfram verðlag. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum þjóðfélag þar sem allir geta lifað með reisn.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun