Leitað hefur verið að manninum, Páli Mar Guðjónssyni síðan á mánudag, leitað var með bátum og gönguhópum og var leitin umfangsmeiri en leitir fyrri daga. Björgunarsveitir af suðvesturhorninu komu á Selfoss í dag til að aðstoða við leitina.
Eftir helgina mun svæðisstjórn björgunarsveita funda með lögreglu um framhald leitarinnar en fyrir liggur að framkvæmda svokallað fjölgeislamælingu í farvegi Ölfusár neðan Ölfusárbrúar með það að markmiði að staðsetja bifreið mannsins.
Að sögn lögreglu er óljóst um árangur slíkrar mælingar enda áin straumþung sem hefur takmarkandi áhrif á getu tækjanna sem notuð eru við slíka mælingu. Miklar loftbólur á ánni hafa einnig áhrif á mælinguna