Jon Jones með öruggan sigur en var næstum því dæmdur úr leik Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. mars 2019 07:52 Vísir/Getty UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira
UFC 235 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Jon Jones varði titilinn sinn og nýr meistari var krýndur í veltivigt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jon Jones og Anthony Smith um léttþungavigtartitil UFC. Yfir 25 mínútna bardagann sýndi Jones yfirburði sína og var augljóslega betri bardagamaðurinn. Jones var þó næstum því búinn að klúðra þessu. Í 4. lotu hitti Jones í höfuð Smith með hné sínu á meðan Smith var í liggjandi stöðu. Slíkt er ólöglegt en ef Smith hefði ekki getað haldið áfram hefði Jones verið dæmdur úr leik og Smith nýr meistari. Smith sagði þó eftir bardagann að hann hefði viljað vinna Jon Jones en ekki stela sigrinum og kom aldrei til greina að hætta eftir ólöglega höggið. Jones fékk tvö refsistig fyrir atvikið en endaði á að vinna mjög öruggan sigur eftir dómaraákvörðun. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Tyron Woodley. Barist var um titilinn í þyngdarflokki Gunnars Nelson og var nýr meistari krýndur. Fyrir bardagann hafði Woodley varið beltið fjórum sinnum en Kamaru Usman var talsvert betri í nótt. Usman vann allar lotur bardagans með því að stjórna Woodley upp við búrið með fellum. Bardaginn var þó ekkert sérstakur fyrir augað en Usman er nýr veltivigtarmeistari UFC. Ben Askren nældi sér í sinn fyrsta sigur í kvöld með því að vinna Robbie Lawler. Bardaginn var mjög skemmtilegur en endaði með umdeildum hætti. Ben Askren fór strax í fellu en Robbie Lawler varðist vel og endaði á að kasta Askren á hausinn. Askren vankaðist fyrir vikið og fékk nokkur þung högg á gólfinu í leiðinni frá Lawler en dómarinn var nálægt því að stöðva bardagann. Askren sýndi hörku sína og tókst að lifa af og klóra í bakkann. Askren náði að taka Lawler niður og fór í hengingartak. Lawler virtist vera meðvitundarlaus eftir henginguna og stöðvaði dómarinn bardagann. Lawler mótmælti ákvörðun dómarans strax og virtist vera í góðu lagi. Áhorfendur voru því mjög ósáttir með ákvörðun dómarans og sömuleiðis Robbie Lawler. Ákvörðunin var þó endanleg og er Askren þar með kominn með fyrsta sigur sinn í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. 2. mars 2019 12:30