Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á rúmlega 100 plöntur, tæki og tól til fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði í dag.
Í dagbók lögreglu segir að með því hafi tekist að stöðva framleiðslu fíkniefna en auk hinna rúmlega 100 planta var lagt hald á lampa. Einn maður var handtekinn vegna málsins og skýrsla tekin af honum.
Málið telist upplýst.
Lögðu hald á 100 plöntur
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
