Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2019 13:02 Ný tegund sjálfvirknivæðingar leiðir til uppbrots og verulegra breytinga á vinnumarkaði að mati nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna. Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði um mitt ár í fyrra og var falið að rýna umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þeim breytingum sem framunan eru greindi frá niðurstöðum sínum í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aukin aukna sjálfvirknivæðingu þegar hafna og muni hafa áhrif á nánast öll störf í framtíðinni. „Við erum bara í miðri á. Ég tel hins vegar að það sem við gerum núna muni geta skipt sköpum fyrir þá sem byggja íslenskt samfélag eftir tuttugu til þrjátíu á. Það skiptir máli hvaða ákvarðanir við tökum núna og að við séum að hugsa til lengri tíma,“ segir Katrín. Mikilvægt sé að stjórnvöld setji sér markmið til lengri tíma á fjölbreyttum sviðum. „Það skiptir máli að þessar áherslur skili sér inn í menntastefnuna. Það skiptir máli að við mótum okkar stefnu hvað varðar rannsóknir og nýsköpun út frá því hvernig við ætlum að takast á við tæknibyltinguna og sjálfvirknivæðinguna. Síðast en ekki síst skiptir máli hvernig við ætlum að leggja línurnar til að takast á við þær breytingar sem munu verða á vinnumarkaði,“ segir forsætisráðherra. En allar spár geri ráð fyrir að þær verði mjög miklar og því sé lögð áhersla á mikilvægi símenntunar í skýrslu nefndarinnar. „Þannig að fólk geti bætt við sig námi alla ævi og menntakerfið standi opið fyrir fólk. Síðan munum við sjá miklar breytingar á ýmsum öðrum störfum en þeim sem þegar er farið að sjálfvirknivæða. Það skiptir líka máli að vera meðvitaður um að það munu líka verða til ný störf,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Stj.mál Tækni Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Ný tegund sjálfvirknivæðingar leiðir til uppbrots og verulegra breytinga á vinnumarkaði að mati nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna. Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. Nefnd sem forsætisráðherra skipaði um mitt ár í fyrra og var falið að rýna umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þeim breytingum sem framunan eru greindi frá niðurstöðum sínum í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aukin aukna sjálfvirknivæðingu þegar hafna og muni hafa áhrif á nánast öll störf í framtíðinni. „Við erum bara í miðri á. Ég tel hins vegar að það sem við gerum núna muni geta skipt sköpum fyrir þá sem byggja íslenskt samfélag eftir tuttugu til þrjátíu á. Það skiptir máli hvaða ákvarðanir við tökum núna og að við séum að hugsa til lengri tíma,“ segir Katrín. Mikilvægt sé að stjórnvöld setji sér markmið til lengri tíma á fjölbreyttum sviðum. „Það skiptir máli að þessar áherslur skili sér inn í menntastefnuna. Það skiptir máli að við mótum okkar stefnu hvað varðar rannsóknir og nýsköpun út frá því hvernig við ætlum að takast á við tæknibyltinguna og sjálfvirknivæðinguna. Síðast en ekki síst skiptir máli hvernig við ætlum að leggja línurnar til að takast á við þær breytingar sem munu verða á vinnumarkaði,“ segir forsætisráðherra. En allar spár geri ráð fyrir að þær verði mjög miklar og því sé lögð áhersla á mikilvægi símenntunar í skýrslu nefndarinnar. „Þannig að fólk geti bætt við sig námi alla ævi og menntakerfið standi opið fyrir fólk. Síðan munum við sjá miklar breytingar á ýmsum öðrum störfum en þeim sem þegar er farið að sjálfvirknivæða. Það skiptir líka máli að vera meðvitaður um að það munu líka verða til ný störf,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Stj.mál Tækni Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira