Hræðast áhrif yfirvofandi verkfallsaðgerða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2019 20:00 Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni. Áætlaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR munu hafa mikil áhrif á starfsemi tuttugu stærstu hótela og rútufyrirtækja. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursion, segir ferðaþjónustuna í alþjóðlegri samkeppni og hræðist að samkeppnishæfni Íslands verði slæm. Ferðamenn séu mikið að bóka ferðir á þessum tíma og þegar hafi spurst út fyrir landsteinana að hætta sé á verkfallsaðgerðum hér á landi. „Aðgerðunum er svolítið beint gegn því að valda dálítið miklum skaða áákveðnum álagstímum í okkar þjónustu. Það auðvitað kemur illa við okkur. Í tillögunum er til dæmis gert ráð fyrir að starfsmenn komi til vinnu í hádeginu. Eins og viðþekkjum þá koma flugvélarnar á morgnanna og svo auðvitað seinni partinn koma vélarnar inn. Þetta hefur vissulega mikil áhrif og getur skaðað okkur,“ segir Björn. Kristófer Oliversson, formaður félags í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/EgillHóteleigendur sem fréttastofa ræddi við í dag ætla nokkrir að bíða átekta eftir niðurstöðu félagsdóms, þá hvort atkvæðagreiðslan verði dæmd ólögleg. Aðrir hafa hafið undirbúning til að bregðast við verkfallinu 8. mars, svo gestir þeirra finni sem minnst fyrir því, þó án þess að brjóta verkfallslög. Borið hefur á afbókunum en þó ekki í miklu magni enn sem komið er að þeirra sögn. Vonin sé þó að ekki komi til verkfalla. „Auðvitað óttumst við það að markaðurinn verður skemmdur til lengdar. Það er það sem við óttumst. Þetta er mjög viðkvæmur markaður og mjög slæmur tími. Auðvitað er allur tími slæmur fyrir verkföll, en það er eiginlega staða sem getur ekki komið upp að fólki sé meinað aðgangur að hótelum þegar það er komið hingað til landsins,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni. Áætlaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR munu hafa mikil áhrif á starfsemi tuttugu stærstu hótela og rútufyrirtækja. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursion, segir ferðaþjónustuna í alþjóðlegri samkeppni og hræðist að samkeppnishæfni Íslands verði slæm. Ferðamenn séu mikið að bóka ferðir á þessum tíma og þegar hafi spurst út fyrir landsteinana að hætta sé á verkfallsaðgerðum hér á landi. „Aðgerðunum er svolítið beint gegn því að valda dálítið miklum skaða áákveðnum álagstímum í okkar þjónustu. Það auðvitað kemur illa við okkur. Í tillögunum er til dæmis gert ráð fyrir að starfsmenn komi til vinnu í hádeginu. Eins og viðþekkjum þá koma flugvélarnar á morgnanna og svo auðvitað seinni partinn koma vélarnar inn. Þetta hefur vissulega mikil áhrif og getur skaðað okkur,“ segir Björn. Kristófer Oliversson, formaður félags í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/EgillHóteleigendur sem fréttastofa ræddi við í dag ætla nokkrir að bíða átekta eftir niðurstöðu félagsdóms, þá hvort atkvæðagreiðslan verði dæmd ólögleg. Aðrir hafa hafið undirbúning til að bregðast við verkfallinu 8. mars, svo gestir þeirra finni sem minnst fyrir því, þó án þess að brjóta verkfallslög. Borið hefur á afbókunum en þó ekki í miklu magni enn sem komið er að þeirra sögn. Vonin sé þó að ekki komi til verkfalla. „Auðvitað óttumst við það að markaðurinn verður skemmdur til lengdar. Það er það sem við óttumst. Þetta er mjög viðkvæmur markaður og mjög slæmur tími. Auðvitað er allur tími slæmur fyrir verkföll, en það er eiginlega staða sem getur ekki komið upp að fólki sé meinað aðgangur að hótelum þegar það er komið hingað til landsins,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24