Síminn vill rúman hálfan milljarð frá Sýn Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 11:41 Síminn og Sýn hafa staðið í stappi fyrir dómstólum undanfarin ár. Vísir/vilhelm Síminn hf. birti í dag stefnu á hendur Sýn hf. Fyrrnefnda félagið gerir þar kröfu um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem Síminn hf. telur sig hafa orðið fyrir „vegna meintrar ólögmætrar hagnýtingar Sýnar hf. á sjónvarpsefni Símans hf. frá 1. október 2015 til 16. desember 2015.“ Í tilkynningu sem Sýn sendi til fjölmiðla vegna stefnunnar kemur fram að krafa Símans sé tvíþætt. Annars vegar fari félagið fari fram á á að Sýn verði dæmt til að greiða rúmlega 555 milljón króna skaðabætur og hins vegar miskabætur sem nema 10.000.000 króna, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar. Krafan er sett fram í tilefni af dómi Hæstaréttar frá 18. október 2017 þar sem staðfest var lögbann sem sýslumaður hafði lagt við því að Sýn hf. tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni sjónvarpsstöðva Símans hf. „Sýn hf. telur engan grundvöll vera fyrir þeim fjárkröfum sem Síminn hf. hefur sett fram á hendur félaginu. Mun félagið því grípa til varna í dómsmálinu og krefjast sýknu,“ segir í tilkynningu Sýnar - sem er eigandi Vísis. Félögin tvö hafa staðið í stappi fyrir dómstólum undanfarin ár, eins og má sjá af fréttunum hér að neðan. Tækni Tengdar fréttir Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Síminn telur litla alvöru í milljarða kröfu Sýnar Segja að skaðabótakrafa Sýnar gæti ekki verið fáránlegri og að hún sé sett fram til að valda skaða. 13. júlí 2018 16:42 Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. 18. október 2018 15:42 Síminn og Sýn sýknuð af kröfum hvors annars Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýn. 23. nóvember 2018 10:39 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Síminn hf. birti í dag stefnu á hendur Sýn hf. Fyrrnefnda félagið gerir þar kröfu um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem Síminn hf. telur sig hafa orðið fyrir „vegna meintrar ólögmætrar hagnýtingar Sýnar hf. á sjónvarpsefni Símans hf. frá 1. október 2015 til 16. desember 2015.“ Í tilkynningu sem Sýn sendi til fjölmiðla vegna stefnunnar kemur fram að krafa Símans sé tvíþætt. Annars vegar fari félagið fari fram á á að Sýn verði dæmt til að greiða rúmlega 555 milljón króna skaðabætur og hins vegar miskabætur sem nema 10.000.000 króna, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar. Krafan er sett fram í tilefni af dómi Hæstaréttar frá 18. október 2017 þar sem staðfest var lögbann sem sýslumaður hafði lagt við því að Sýn hf. tæki upp og miðlaði sjónvarpsefni sjónvarpsstöðva Símans hf. „Sýn hf. telur engan grundvöll vera fyrir þeim fjárkröfum sem Síminn hf. hefur sett fram á hendur félaginu. Mun félagið því grípa til varna í dómsmálinu og krefjast sýknu,“ segir í tilkynningu Sýnar - sem er eigandi Vísis. Félögin tvö hafa staðið í stappi fyrir dómstólum undanfarin ár, eins og má sjá af fréttunum hér að neðan.
Tækni Tengdar fréttir Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Síminn telur litla alvöru í milljarða kröfu Sýnar Segja að skaðabótakrafa Sýnar gæti ekki verið fáránlegri og að hún sé sett fram til að valda skaða. 13. júlí 2018 16:42 Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. 18. október 2018 15:42 Síminn og Sýn sýknuð af kröfum hvors annars Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýn. 23. nóvember 2018 10:39 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04
Síminn telur litla alvöru í milljarða kröfu Sýnar Segja að skaðabótakrafa Sýnar gæti ekki verið fáránlegri og að hún sé sett fram til að valda skaða. 13. júlí 2018 16:42
Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. 18. október 2018 15:42
Síminn og Sýn sýknuð af kröfum hvors annars Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýn. 23. nóvember 2018 10:39