Stéttarfélög bera ábyrgð á hegðun verkfallsvarða Jóhannes Þór Skúlason skrifar 19. mars 2019 23:45 Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar