Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2019 11:15 Arnar Þór Jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. fréttablaðið/anton brink Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. Hann segir niðurstöðu dómstólsins nýja tegund af óskapnaði „sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt,“ eins og segir í aðsendri grein Arnars Þórs í Morgunblaðinu í dag. Í greininni varar Arnar Þór við að niðurstaða meirihluta MDE og umræður um einstakar persónur byrgja sýn gagnvart samhengi hlutanna og þeim hagsmunum sem séu í húfi. Arnar Þór segir að með úrlausn sinni á málinu hafi meirihluti dómstólsins „sýnt stjórnskipulegri valdtemprun hér á landi lítilsvirðingu með því að gefa ekkert fyrir þá staðreynd að bæði Alþingi og Hæstiréttur Íslands, sem og raunar forseti lýðveldisins að undangenginni lögfræðilegri úttekt, höfðu áður fjallað um málið og að þessar meginstoðir lýðveldisins höfðu ekki látið tilgreinda annmarka leiða til þeirrar niðurstöðu sem meirihluti MDE kemst að, þ.e. að ástæða sé til að draga í efa að málsaðilar njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómurum. Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Öllu alvarlegra að erlendur dómstóll hafi tekið fram fyrir hendurnar á handhöfum ríkisvaldsins Í grein sinni segir Arnar Þór að niðurstaða MDE hafi sett íslenskt réttarkerfi í uppnám. Að öllu óbreyttu munu svo eftirskjálftarnir vara lengi. Á meðan krefjast dæmdir menn þess að afplánun þeirra verði frestað en Arnar Þór telur öllu alvarlegra að erlendur dómstóll hafi tekið fram fyrir hendurnar á lögmætum handhöfum íslensk ríkisvalds. „Þeir síðarnefndu svara til ábyrgðar gagnvart íslenskum almenningi, en MDE ekki. Vilji menn láta þetta yfir sig ganga er eins gott að þeir séu meðvitaðir um fórnarkostnaðinn. Ef íslenska ríkið mótmælir ekki niðurstöðunni væri búið að leggja línu sem er á skjön við ákvæði stjórnarskrár um æðstu handhöfn ríkisvalds. Afleiðingar þess má nú þegar sjá í því uppnámi laga og friðar sem niðurstaða MDE hefur valdið. Hér er því um grundvallarmál að ræða fyrir lýðveldið Ísland, sem kallar á sérstaka athygli og snör viðbrögð. Úrlausn MDE má jafna til þess að dómstóllinn ýti til hliðar stjórnskipunarhefðum sem hafa verið öldum saman í mótun. Með því má segja að MDE taki sér æðsta (og ótemprað) vald yfir lögum, stjórnmálum og lagaframkvæmd á Íslandi. Í því samhengi geta menn velt fyrir sér hvort MDE hefði komist að sömu niðurstöðu ef stærra ríki en Ísland hefði átt í hlut. Fái þessi niðurstaða að standa er verið að skera á böndin milli íslensks almennings og þeirra stofnana sem fara með æðsta ákvörðunarvald í málefnum þjóðarinnar. Dómur MDE endurspeglar vafalaust færni dómaranna í lögtækni, en getur verið að þarna hafi menn farið að hugsa of mikið um hið tæknilega á kostnað yfirsýnar, heildarsamhengis og þess sem kenna mætti við efnisleg mannréttindabrot? Ef svo er, þá hefur MDE misst sjónar á boltanum sem dómnum er ætlað að vakta,“ segir Arnar Þór í grein sinni en hana má í heild sinni lesa í Morgunblaðinu í dag. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. Hann segir niðurstöðu dómstólsins nýja tegund af óskapnaði „sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt,“ eins og segir í aðsendri grein Arnars Þórs í Morgunblaðinu í dag. Í greininni varar Arnar Þór við að niðurstaða meirihluta MDE og umræður um einstakar persónur byrgja sýn gagnvart samhengi hlutanna og þeim hagsmunum sem séu í húfi. Arnar Þór segir að með úrlausn sinni á málinu hafi meirihluti dómstólsins „sýnt stjórnskipulegri valdtemprun hér á landi lítilsvirðingu með því að gefa ekkert fyrir þá staðreynd að bæði Alþingi og Hæstiréttur Íslands, sem og raunar forseti lýðveldisins að undangenginni lögfræðilegri úttekt, höfðu áður fjallað um málið og að þessar meginstoðir lýðveldisins höfðu ekki látið tilgreinda annmarka leiða til þeirrar niðurstöðu sem meirihluti MDE kemst að, þ.e. að ástæða sé til að draga í efa að málsaðilar njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómurum. Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Öllu alvarlegra að erlendur dómstóll hafi tekið fram fyrir hendurnar á handhöfum ríkisvaldsins Í grein sinni segir Arnar Þór að niðurstaða MDE hafi sett íslenskt réttarkerfi í uppnám. Að öllu óbreyttu munu svo eftirskjálftarnir vara lengi. Á meðan krefjast dæmdir menn þess að afplánun þeirra verði frestað en Arnar Þór telur öllu alvarlegra að erlendur dómstóll hafi tekið fram fyrir hendurnar á lögmætum handhöfum íslensk ríkisvalds. „Þeir síðarnefndu svara til ábyrgðar gagnvart íslenskum almenningi, en MDE ekki. Vilji menn láta þetta yfir sig ganga er eins gott að þeir séu meðvitaðir um fórnarkostnaðinn. Ef íslenska ríkið mótmælir ekki niðurstöðunni væri búið að leggja línu sem er á skjön við ákvæði stjórnarskrár um æðstu handhöfn ríkisvalds. Afleiðingar þess má nú þegar sjá í því uppnámi laga og friðar sem niðurstaða MDE hefur valdið. Hér er því um grundvallarmál að ræða fyrir lýðveldið Ísland, sem kallar á sérstaka athygli og snör viðbrögð. Úrlausn MDE má jafna til þess að dómstóllinn ýti til hliðar stjórnskipunarhefðum sem hafa verið öldum saman í mótun. Með því má segja að MDE taki sér æðsta (og ótemprað) vald yfir lögum, stjórnmálum og lagaframkvæmd á Íslandi. Í því samhengi geta menn velt fyrir sér hvort MDE hefði komist að sömu niðurstöðu ef stærra ríki en Ísland hefði átt í hlut. Fái þessi niðurstaða að standa er verið að skera á böndin milli íslensks almennings og þeirra stofnana sem fara með æðsta ákvörðunarvald í málefnum þjóðarinnar. Dómur MDE endurspeglar vafalaust færni dómaranna í lögtækni, en getur verið að þarna hafi menn farið að hugsa of mikið um hið tæknilega á kostnað yfirsýnar, heildarsamhengis og þess sem kenna mætti við efnisleg mannréttindabrot? Ef svo er, þá hefur MDE misst sjónar á boltanum sem dómnum er ætlað að vakta,“ segir Arnar Þór í grein sinni en hana má í heild sinni lesa í Morgunblaðinu í dag.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira