Gunnar fékk ansi ljótt olnbogaskot í kinnbeinið í lokin á annari lotu og sá ansi mikið á andlitinu á honum eftir á. Hann náði Edwards í gólfið undir lok þriðju lotu en það var bara of seint.
Það var ansi áberandi á Twitter að Íslendingar voru ekki par sáttir við að John Kavanagh, þjálfari Gunnars, gat ekki verið í horninu hjá honum í kvöld.
Nýjasti óvinur Ísland heitir Kavanagh #staðfest
— Helgi Thorsteins (@Helgith) March 16, 2019
Auðvelt að segja það eftir tap og allt það en hvaða andskotans áhugamennska er það að þjálfari Gunna hafi misst af bardaganum?? Pirraður? Vel pirraður!
— Rikki G (@RikkiGje) March 16, 2019
Gunni án þjálfarans er galið. Verður Erik Hamren í Andorra á föstudaginn eða verður hann ekki á staðnum?
— Anton Ingi Leifsson (@antonleifs) March 16, 2019
Shame on you @John_Kavanagh for not being there for your man when he needed you on his biggest night. Shame on you.
— Alexander Einarsson (@alexander_freyr) March 16, 2019
Kann vel að meta Leon Edwards en maðurinn var í felum allan tímanm. Einn olnbogi. Finito.
— Einar Kárason (@einarkarason) March 16, 2019
Gunni geggjaður i kvold en lenti bara a geggjuðum Edwards. 2 geggjaðir fighterar sem við saum #UFCLondon
— Eyþór Helgi (@EysiBirgis) March 16, 2019
Á mínum æskuslóðum er þetta kallað Heimadómgæsla. Gunni tapaði lotu nr 2 klárlega en vann 1 og 3 hvernig er hægt að dæma það ekki ? Annars leiðinlegur bardagi
— Halldor Gunnars (@HalldorJorgen) March 16, 2019
Hvernig lifði Gunni þetta af?????
— Rikki G (@RikkiGje) March 16, 2019