Till og Askren hófu stríðið í London í gær | Myndbönd Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 16. mars 2019 10:30 Till á vigtinni í gær. vísir/getty Veltivigtarkappinn Ben Askren er kominn til London í þeim eina tilgangi að æsa upp þá Darren Till og Jorge Masvidal. Þá aðallega Till sem hann byrjaði að æsa upp fyrir löngu síðan Íþróttadeild spjallaði við Till fyrr í vikunni og spurði hann að sjálfsögðu út í rifrildið við Askren sem aðallega fer fram á Twitter. „Ef hann hefur eitthvað að segja getur hann sagt það beint í andlitið á mér núna. Við sjáum hvað gerist er við hittumst í vikunni,“ sagði Till og brosti. Greinilegt að hann hefur gaman af þessu.Klippa: Till um Askren Í gærkvöldi hittust þeir svo í fyrsta skipti á vigtuninni í O2 Arena. Ofanritaður var staddur baksviðs allt kvöldið og fékk að sjá það sem gekk á. Askren var mættur á undan Till í húsið. Er Liverpool-maðurinn Till kom í húsið mátti sjá að hann var að leita að Askren í salnum. Hann stoppaði og benti beint á hann. Askren var í símanum en stöðvaði símtalið til þess að segja Till að hann liti illa út. Till hló bara og fór upp í stúku. Nokkrum mínútum síðar byrjaði fjörið er Askren mætti fram í sal til þess að svara spurningum áhorfenda. Till var enn æstur og vildi gera eitthvað. Hann stakk öryggisverði af og stoppaði rétt hjá sviðinu. Þar gaf hann Askren puttann og sagði honum að fokka sér við mikla hrifningu áhorfenda. Reyndar einnig Askren sem pakkaði honum saman með því að láta alla syngja nafn Till. Afar klókur náungi Askren. Er Till kom til baka sá ég hann laga buxurnar sínar og hélt því í fyrstu að hann hefði múnað Askren. Það reyndist ekki vera rétt.They meet!! Till welcomes Askren to London with the double ‼️ #UFCLondonpic.twitter.com/Q0V3e6v3aR — UFC (@ufc) March 15, 2019 Hér að ofan má sjá er Till ryðst inn í salinn og er hent út af sjálfum Security Steve. Askren vill sigurvegarann úr bardaga Till og Masvidal næst en aðallega vill hann berjast við Till. Það mun verða af því.Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London í kvöld. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans sem og bardaganum sjálfum. MMA Tengdar fréttir Masvidal: Gunnar er klappstýra sem ég vil berja út á bílastæði Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. 15. mars 2019 09:00 Snorri: Gunna er alveg sama þó ég myndi hann nakinn í baði Ljósmyndarinn Snorri Björnsson hefur verið skugginn í lífi Gunnars Nelson síðustu ár og elt hann út um allar trissur með myndavélina að vopni. 15. mars 2019 22:30 Till: Ætla að eyða sál Masvidal Jorge Masvidal og Darren Till kunna að rífa kjaft. Masvidal segist vilja kýla Till í andlitið en Englendingurinn lætur ekkert minna duga en að eyða sál Masvidal. 15. mars 2019 20:30 Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. 15. mars 2019 12:00 Sjáðu fimm bestu afgreiðslur Gunnars Nelson í gólfinu Enginn hefur klárað fleiri bardaga í sögunni í veltivigt UFC með hengingartaki en Gunnar Nelson. 15. mars 2019 13:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Sjá meira
Veltivigtarkappinn Ben Askren er kominn til London í þeim eina tilgangi að æsa upp þá Darren Till og Jorge Masvidal. Þá aðallega Till sem hann byrjaði að æsa upp fyrir löngu síðan Íþróttadeild spjallaði við Till fyrr í vikunni og spurði hann að sjálfsögðu út í rifrildið við Askren sem aðallega fer fram á Twitter. „Ef hann hefur eitthvað að segja getur hann sagt það beint í andlitið á mér núna. Við sjáum hvað gerist er við hittumst í vikunni,“ sagði Till og brosti. Greinilegt að hann hefur gaman af þessu.Klippa: Till um Askren Í gærkvöldi hittust þeir svo í fyrsta skipti á vigtuninni í O2 Arena. Ofanritaður var staddur baksviðs allt kvöldið og fékk að sjá það sem gekk á. Askren var mættur á undan Till í húsið. Er Liverpool-maðurinn Till kom í húsið mátti sjá að hann var að leita að Askren í salnum. Hann stoppaði og benti beint á hann. Askren var í símanum en stöðvaði símtalið til þess að segja Till að hann liti illa út. Till hló bara og fór upp í stúku. Nokkrum mínútum síðar byrjaði fjörið er Askren mætti fram í sal til þess að svara spurningum áhorfenda. Till var enn æstur og vildi gera eitthvað. Hann stakk öryggisverði af og stoppaði rétt hjá sviðinu. Þar gaf hann Askren puttann og sagði honum að fokka sér við mikla hrifningu áhorfenda. Reyndar einnig Askren sem pakkaði honum saman með því að láta alla syngja nafn Till. Afar klókur náungi Askren. Er Till kom til baka sá ég hann laga buxurnar sínar og hélt því í fyrstu að hann hefði múnað Askren. Það reyndist ekki vera rétt.They meet!! Till welcomes Askren to London with the double ‼️ #UFCLondonpic.twitter.com/Q0V3e6v3aR — UFC (@ufc) March 15, 2019 Hér að ofan má sjá er Till ryðst inn í salinn og er hent út af sjálfum Security Steve. Askren vill sigurvegarann úr bardaga Till og Masvidal næst en aðallega vill hann berjast við Till. Það mun verða af því.Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London í kvöld. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans sem og bardaganum sjálfum.
MMA Tengdar fréttir Masvidal: Gunnar er klappstýra sem ég vil berja út á bílastæði Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. 15. mars 2019 09:00 Snorri: Gunna er alveg sama þó ég myndi hann nakinn í baði Ljósmyndarinn Snorri Björnsson hefur verið skugginn í lífi Gunnars Nelson síðustu ár og elt hann út um allar trissur með myndavélina að vopni. 15. mars 2019 22:30 Till: Ætla að eyða sál Masvidal Jorge Masvidal og Darren Till kunna að rífa kjaft. Masvidal segist vilja kýla Till í andlitið en Englendingurinn lætur ekkert minna duga en að eyða sál Masvidal. 15. mars 2019 20:30 Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. 15. mars 2019 12:00 Sjáðu fimm bestu afgreiðslur Gunnars Nelson í gólfinu Enginn hefur klárað fleiri bardaga í sögunni í veltivigt UFC með hengingartaki en Gunnar Nelson. 15. mars 2019 13:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Sjá meira
Masvidal: Gunnar er klappstýra sem ég vil berja út á bílastæði Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. 15. mars 2019 09:00
Snorri: Gunna er alveg sama þó ég myndi hann nakinn í baði Ljósmyndarinn Snorri Björnsson hefur verið skugginn í lífi Gunnars Nelson síðustu ár og elt hann út um allar trissur með myndavélina að vopni. 15. mars 2019 22:30
Till: Ætla að eyða sál Masvidal Jorge Masvidal og Darren Till kunna að rífa kjaft. Masvidal segist vilja kýla Till í andlitið en Englendingurinn lætur ekkert minna duga en að eyða sál Masvidal. 15. mars 2019 20:30
Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. 15. mars 2019 12:00
Sjáðu fimm bestu afgreiðslur Gunnars Nelson í gólfinu Enginn hefur klárað fleiri bardaga í sögunni í veltivigt UFC með hengingartaki en Gunnar Nelson. 15. mars 2019 13:00