Bein útsending: Þegar arfgerð breytir meðferð Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. mars 2019 12:45 Jón Snædal, Hans Tómas Björnsson, Kári Stefánsson og Hilma Hólm flytja erindi á fræðslufundinum. Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook og má sjá útsendinguna hér neðst í fréttinni. Umfjöllunarefni fundarins, sem stendur yfir til klukkan 14:30, er á hvaða hátt erfðafræðin hjálpar til við þróun lyfja. „Erfðafræðin hefur fært okkur verkfæri til að greina erfðabreytileika sem hafa áhrif á þætti í starfsemi frumna og líffæra sem hugsanlega er hægt að hafa áhrif á með lyfjum,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er til dæmis unnið að þróun lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.“ Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu:Jón Snædal öldrunarlæknir ætlar að fjalla um það hvernig erfðaupplýsingar gera okkur kleift að gera rannsóknir á nýjum lyfjum sem varla væru mögulegar annars. En erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri í betri heilbrigðisþjónustu. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis með markvissari lyfjagjöf.Hilma Hólm hjartalæknir ætlar að fjalla um hvað erfðafræðin hefur kennt okkur um tengsl kólesteróls og kransæðasjúkdóms. Meðal annars ræðir hún af hverju lyf sem minnka vonda kólesterólið hafa áhrif á kransæðasjúkdóm en lyf sem auka góða kólesterólið gera það ekki og hvort erfðafræðin geti leiðbeint okkur um mataræði.Hans Tómas Björnsson barnalæknir ræðir um Kabuki heilkenni, sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem uppgötvaðist í gegnum háafkastaraðgreiningu fyrir 7 árum síðan en nú hefur hópur á hans vegum þróað mögulega meðferð. Hann mun einnig rekja fleiri dæmi um sjúkdóma þar sem greining einstaklinga í gegnum háafkastaraðgreiningu leiddi samstundis til meðferðarmöguleika sem annars hefðu ekki verið í boði.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræðir hvernig má nota erfðir sjúkdóma til að meta líkur á svari við meðferð. Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook og má sjá útsendinguna hér neðst í fréttinni. Umfjöllunarefni fundarins, sem stendur yfir til klukkan 14:30, er á hvaða hátt erfðafræðin hjálpar til við þróun lyfja. „Erfðafræðin hefur fært okkur verkfæri til að greina erfðabreytileika sem hafa áhrif á þætti í starfsemi frumna og líffæra sem hugsanlega er hægt að hafa áhrif á með lyfjum,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er til dæmis unnið að þróun lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.“ Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu:Jón Snædal öldrunarlæknir ætlar að fjalla um það hvernig erfðaupplýsingar gera okkur kleift að gera rannsóknir á nýjum lyfjum sem varla væru mögulegar annars. En erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri í betri heilbrigðisþjónustu. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis með markvissari lyfjagjöf.Hilma Hólm hjartalæknir ætlar að fjalla um hvað erfðafræðin hefur kennt okkur um tengsl kólesteróls og kransæðasjúkdóms. Meðal annars ræðir hún af hverju lyf sem minnka vonda kólesterólið hafa áhrif á kransæðasjúkdóm en lyf sem auka góða kólesterólið gera það ekki og hvort erfðafræðin geti leiðbeint okkur um mataræði.Hans Tómas Björnsson barnalæknir ræðir um Kabuki heilkenni, sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem uppgötvaðist í gegnum háafkastaraðgreiningu fyrir 7 árum síðan en nú hefur hópur á hans vegum þróað mögulega meðferð. Hann mun einnig rekja fleiri dæmi um sjúkdóma þar sem greining einstaklinga í gegnum háafkastaraðgreiningu leiddi samstundis til meðferðarmöguleika sem annars hefðu ekki verið í boði.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræðir hvernig má nota erfðir sjúkdóma til að meta líkur á svari við meðferð.
Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira