Segir ekkert smámál að lækka laun Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka. Fréttablaðið/Eyþór „Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Við þurftum að ræða þetta fram og til baka, það er ekkert smámál að gera þessar breytingar,“ segir Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, um það samkomulag að lækka laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra um 12,5 prósent frá og með næstu mánaðamótum. Hann segir sátt hafa ríkt um niðurstöðuna innan stjórnar, hjá bankastjóranum og Bankasýslu ríkisins. Heildarlaun Birnu lækka úr 4,4 milljónum á mánuði í rúmlega 3,8 milljónir eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kom þeim skilaboðum til stjórna ríkisbankanna tveggja, í gegnum Bankasýslu ríkisins, að tafarlaus endurskoðun á launaskriði stjóranna skyldi framkvæmd. Bankarnir hafa báðir brugðist við. Friðrik og stjórn Íslandsbanka höfðu nýverið í bréfi til Bankasýslunnar varið launaákvarðanir sínar til bankastjórans sem hóflegar og ekki leiðandi. Hin skarpa launalækkun Birnu er því nokkur viðsnúningur. Friðrik segir umræðuna hafa vegið þungt. „Það voru umræður í þjóðfélaginu, bæði bréfaskipti milli fjármálaráðuneytisins og bankasýslunnar og umræður ýmissa ráðherra um þessi launamál sem gera það að verkum að við töldum ástæðu til að endurskoða launasetningu bankastjórans.“ Friðrik bendir á að laun Birnu lækkuðu einnig að hennar frumkvæði um fjórtán prósent í upphafi árs. Með ákvörðuninni nú hafi laun hennar lækkað um nærri fjórðung síðan ríkið eignaðist bankann. Launavísitalan hafi hækkað um tæp 23,6 prósent á sama tímabili. „En okkur hefur þótt staða Íslandsbanka sérstök og öðruvísi en hjá öðrum því sögulega hefur bankinn ekkert verið í eigu ríkisins. Hann var ekki einn þeirra sem voru einkavæddir um síðustu aldamót og Íslandsbanki og forverar hans verið í eigu einkaaðila talsvert langt aftur í tímann. Bankinn starfar auðvitað á samkeppnismarkaði og sá markaður er alltaf að breytast og það hefur meðal annars ráðið launasetningunni hingað til,“ segir Friðrik. Þá telur hann að launasamanburður við aðra ríkisforstjóra gefi ekki alveg rétta mynd. „Bankastjóranum er ekki heimilt að sitja í stjórnum fyrirtækja og fá fyrir það laun. En það er á allra vitorði að margir forstjórar fyrirtækja í ríkiseigu sitja í ýmsum stjórnum fyrirtækja og fá þar tekjur utan þess sem þeir hafa af aðalstarfi sínu.“ Aðalfundur Íslandsbanka fer fram í næstu viku og boðar Friðrik að þar verði kynntar breytingar á starfskjarastefnunni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira