Skemmdarverk Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2019 07:15 Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna. Eftir ævintýralegan vöxt ferðaþjónustunnar hafa orðið umskipti til hins verra og mikil óvissa er um horfurnar samhliða því að flugfélögin glíma við meiriháttar rekstrarerfiðleika. Loðnubrestur þýðir að þjóðarbúið verður af um tuttugu milljörðum. Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst til muna eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt. Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu. Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra. Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna. Eftir ævintýralegan vöxt ferðaþjónustunnar hafa orðið umskipti til hins verra og mikil óvissa er um horfurnar samhliða því að flugfélögin glíma við meiriháttar rekstrarerfiðleika. Loðnubrestur þýðir að þjóðarbúið verður af um tuttugu milljörðum. Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst til muna eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt. Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu. Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra. Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun