Markmiðið er að útrýma fátækt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. mars 2019 08:00 Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður á almenna markaðnum og málefni þeim tengd eru nú áberandi. Deilur eru komnar til sáttasemjara og verkföll hafin. Útspili ríkisins, sem átti að vera til að liðka fyrir kjaraviðræðum, var illa tekið þar sem það var ekki til þess fallið að auka jöfnuð. Enda þótt hvorki ríki né borg séu beinir samningsaðilar í þessari kjarabaráttu hefur verið umræða í borgarstjórn hvort og hvernig borgaryfirvöld gætu mögulega lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Flokkur fólksins var stofnaður til að standa vörð um og berjast fyrir þá sem höllum fæti standa, fátækt fólk, barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem hafa ekki nóg að bíta og brenna. Markmið Flokks fólksins er að útrýma fátækt í þessu ríka og gjöfula landi en fátækt er raunverulegt vandamál í Reykjavík og á Íslandi öllu. Ef litið er til Reykjavíkur þá fá 467 fjölskyldur fjárhagsaðstoð. Í þessum fjölskyldum eru 795 börn. Á annað þúsund barna býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar en 259 barnafjölskyldur voru í lok árs 2018 á bið eftir leiguhúsnæði eða 27% umsækjenda. Hátt í 1.000 barnafjölskyldur fá sérstakan húsnæðisstuðning. Um 1.100 börn á ári fá stuðningsþjónustu (úrræði eða námskeið), flest vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar.Einblína á þá verst settu Flokkur fólks vill að í kjarasamningum sé einblínt á að rétta kjör þeirra verst settu og sérstaklega barnafjölskyldna. Reykjavíkurborg getur haft það á stefnuskrá sinni að tekjutengja ýmsan kostnað sem snýr að börnum sem dæmi skólamáltíðir, dvöl á frístundaheimili og tómstundir. Framtíðarmarkmiðið ætti að vera að þessir þættir séu gjaldfrjálsir fyrir fjölskyldur sem eru undir framfærsluviðmiði. Nú þegar er verið að koma til móts við þennan hóp að einhverju leyti en ganga þarf lengra og freista þess að ná fram meira jafnræði í þáttum sem eru nauðsynlegir og sjálfsagðir enda skal ekki mismuna börnum á grundvelli efnahags foreldra. Með því að einblína sérstaklega á þennan hóp með ákveðnar aðgerðir er ekki einungis verið að létta fjárhagslega á fjölskyldum og einstaklingum heldur er einnig verið að létta á áhyggjum og vanlíðan sem tengist því að ná ekki endum saman. Sé dregið úr streitu og kvíða foreldra mun það skila sér til barnanna. Aðgerðir sem gagnast láglaunafólki jafnt sem efnamiklum leiða ekki til aukins jafnaðar. Aðgerðir sem hafa áhrif upp allan launaskalann leiða ekki til jöfnunar. Sértækra aðgerða er þörf til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum og til að minnka bilið milli ríkra og fátækra.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun