Masvidal: Gunnar er klappstýra sem ég vil berja út á bílastæði Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 15. mars 2019 09:00 Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. „Hverjum er ekki drullusama,“ sagði bandaríski harðjaxlinn Jorge Masvidal þegar hann var beðinn um álit sitt á bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. Hann bætti svo við: „Ég vissi ekki einu sinni að þessir gaurar væru að berjast á kvöldinu mínu.“ Ægilegur töffari. Gunnar hefur í nokkuð langan tíma óskað þess að fá að berjast við Masvidal en alltaf fengið neikvæð svör. Masvidal barðist ekkert á síðasta ári. „Það er lygi í honum. Hann segir alls konar hluti. Ég barðist ekki við neinn á síðasta ári og það má vel vera að hann hafi reynt að hafa samband þá. Fyrir þann tíma var talað um þetta en það var verið að opinbera veikleika hans hvað eftir annað þá,“ sagði Masvidal sem telur Gunnar ekki vera nógu góðan til að berjast við sig. „Hvern hefur Gunnar unnið sem gefur honum ástæðu til þess að kalla á svona marga menn? Hann hefur ekki unnið neinn í topp tíu. Þetta eru einhverjir Ben Askren-stælar í honum og hann telur sig eiga skilið að berjast við þá sem hann kallar á.“ Það er reyndar nokkuð augljóst á þessu spjalli að Masvidal virðist lítið vita um Gunnar sem hefur nánast aldrei skorað einhvern á hólm á ferlinum. Menn fyrir ofan hann hafa svo forðast hann eins og heitan eldinn. Masvidal þar á meðal en það breytir því ekki að hann er til í að drulla yfir Gunnar. „Hann er bara klappstýra en ekki á meðal þeirra sem eru að berjast um titilinn. Hann þarf að þekkja sína stöðu,“ sagði hörkutólið kjaftfora frá Miami en telur hann líklegt að Gunnar fái að berjast við hann? „Já, á bílastæðinu. Það er ekki þess virði að fara í æfingabúðir áður en maður mætir þessum gæja.“Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans. MMA Tengdar fréttir Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Sjá meira
Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. „Hverjum er ekki drullusama,“ sagði bandaríski harðjaxlinn Jorge Masvidal þegar hann var beðinn um álit sitt á bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. Hann bætti svo við: „Ég vissi ekki einu sinni að þessir gaurar væru að berjast á kvöldinu mínu.“ Ægilegur töffari. Gunnar hefur í nokkuð langan tíma óskað þess að fá að berjast við Masvidal en alltaf fengið neikvæð svör. Masvidal barðist ekkert á síðasta ári. „Það er lygi í honum. Hann segir alls konar hluti. Ég barðist ekki við neinn á síðasta ári og það má vel vera að hann hafi reynt að hafa samband þá. Fyrir þann tíma var talað um þetta en það var verið að opinbera veikleika hans hvað eftir annað þá,“ sagði Masvidal sem telur Gunnar ekki vera nógu góðan til að berjast við sig. „Hvern hefur Gunnar unnið sem gefur honum ástæðu til þess að kalla á svona marga menn? Hann hefur ekki unnið neinn í topp tíu. Þetta eru einhverjir Ben Askren-stælar í honum og hann telur sig eiga skilið að berjast við þá sem hann kallar á.“ Það er reyndar nokkuð augljóst á þessu spjalli að Masvidal virðist lítið vita um Gunnar sem hefur nánast aldrei skorað einhvern á hólm á ferlinum. Menn fyrir ofan hann hafa svo forðast hann eins og heitan eldinn. Masvidal þar á meðal en það breytir því ekki að hann er til í að drulla yfir Gunnar. „Hann er bara klappstýra en ekki á meðal þeirra sem eru að berjast um titilinn. Hann þarf að þekkja sína stöðu,“ sagði hörkutólið kjaftfora frá Miami en telur hann líklegt að Gunnar fái að berjast við hann? „Já, á bílastæðinu. Það er ekki þess virði að fara í æfingabúðir áður en maður mætir þessum gæja.“Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.
MMA Tengdar fréttir Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Sjá meira
Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30
Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00
Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15
Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30
Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55