Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 16:16 Rannsókn Roberts Muellers hefur nú staðið yfir í tæp tvö ár. Vísir/EPA Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Þingmenn beggja flokka í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að krefjast þess af dómsmálaráðuneytinu að það birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, í dag. Talið er að rannsókn Mueller, sem hann tók við í maí árið 2017, ljúki á næstu vikum. Politico greindi frá því í dag að einn nánasti samstarfsmaður hans, saksóknarinnar Andrew Weissman, láti brátt af störfum fyrir embættið. Það sé til marks um að rannsóknin sé á lokametrunum. Samkvæmt lögum um sérstaka rannsakendur á Mueller að skila dómsmálaráðuneytinu trúnaðarskýrslu um rannsóknina og þær ákvarðanir sem hann tók, bæði um hvers vegna ákveðið var að ákæra tiltekna einstaklinga og hvers vegna aðrir voru ekki ákærðir. Það er hins vegar í höndum dómsmálaráðherrans hvort skýrslan verður gerð opinber að hluta eða í heild. Trump forseti skipaði nýlega William Barr sem dómsmálaráðherra. Hann hefur sagst ætla að vera eins gegnsær með rannsóknina og lög leyfa honum. Mögulegt er því að hann myndi ekki birta skýrsluna í heild, meðal annars vegna persónuverndarsjónarmiða þeirra sem ekki voru ákærðir en voru rannsakaðir. Atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni í dag er talin tilraun demókrata, sem eru með meirihluta í deildinni, til þess að setja þrýsting á ráðherrann um að birta skýrsluna þegar að því kemur. New York Times segir að repúblikanar í deildinni hafi sagt ályktunina tilgangslausa en að þeir hafi ekki viljað greiða atkvæði gegn henni. Þannig var ályktunin samþykkt með 420 atkvæðum gegn engu. Hún felur í sér að ráðuneytið veiti bæði þinginu og almenningi aðgang að skýrslunni þegar hún verður tilbúin. Ályktunin er ekki lagalega bindandi fyrir dómsmálaráðherrann. Ólíklegt er talið að sambærileg ályktun verði borin upp í öldungadeildinni þar sem repúblikanar fara með meirihluta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira