Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, vegna Samherjamálsins hefur verið frestað að beiðni nokkurra nefndarmanna vegna stöðunnar sem uppi er í stjórnmálum.
Fundurinn átti að hefjast klukkan 14 í dag en eins og kunnugt er mun nýr dómsmálaráðherra taka við embætti á ríkisráðsfundi klukkan 16 eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem ráðherra í gær vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Ekki kemur fram á vef Alþingis hvenær boðað verður til nýs fundar með seðlabankastjóra.
Opnum fundi með Má frestað vegna stöðunnar í stjórnmálum

Tengdar fréttir

Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans
Þingmaður Viðreisnar segir það með ólíkindum að Seðlabankinn hafi haldið áfram með mál gegn Samherja eftir að ljóst var að ekki var hægt að beita refsingum.

Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt.

Már á opnum fundi í dag
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kl. 14 í dag. Ráðgert er að fundurinn verði opinn.