Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 21:11 Hæstiréttur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sent erindi til málsaðila í öllum málum á dagskrá Hæstaréttar, sem tekin voru fyrir að einhverjum þeirra fjögurra Landsréttardómara sem bætt var á lista dómsmálaráðherra um dómara við réttinn og sem Alþingi samþykkti, og spurt hvort að farið verði fram á að dómurinn í Landsrétti verði ómerktur. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Þar segir að í dag hafi Hæstiréttur beint fyrirspurn til málsaðila í máli Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavik Media um einmitt þetta, en Ragnheiður Bragadóttir dæmdi í málinu í Landsrétti. Verði krafist að dómurinn verði ómerktur „telur Hæstiréttur, í ljósi þess sem opinberlega hefur komið fram um að íslenska ríkið hafi til athugunar að neyta heimildar í 43. gr. fyrrgreinds samnings til að óska eftir að máli nr. 27374/18 verði vísað til yfirdeildar mannréttindadómstólsins, óhjákvæmilegt að fresta munnlegum flutningi máls nr. 29/2018 um óákveðinn tíma þar til endanleg niðurstaða fæst um þetta efni. Verði á hinn bóginn engin slík krafa gerð mun málið koma til munnlegs flutnings á áður boðuðum tíma,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að áfrýjandinn Glitnir Holdco ehf. og stefndu, Stundin ehf. og Reykjavík Media ehf., hafi tilkynnt að þeir muni ekki krefjast þess fyrir Hæstarétti að dómur Landsréttar verði ómerktur af ofangreindum ástæðum. „Hefur Hæstiréttur því í samræmi við framangreint ákveðið að munnlegur flutningur máls nr. 29/2018 fari fram á áður boðuðum tíma föstudaginn 15. mars nk. Sams konar erindi verður beint til aðila annarra dómsmála fyrir Hæstarétti þar sem eins stendur á um,“ segir á vef Hæstaréttar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hæstiréttur hefur í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sent erindi til málsaðila í öllum málum á dagskrá Hæstaréttar, sem tekin voru fyrir að einhverjum þeirra fjögurra Landsréttardómara sem bætt var á lista dómsmálaráðherra um dómara við réttinn og sem Alþingi samþykkti, og spurt hvort að farið verði fram á að dómurinn í Landsrétti verði ómerktur. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Þar segir að í dag hafi Hæstiréttur beint fyrirspurn til málsaðila í máli Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavik Media um einmitt þetta, en Ragnheiður Bragadóttir dæmdi í málinu í Landsrétti. Verði krafist að dómurinn verði ómerktur „telur Hæstiréttur, í ljósi þess sem opinberlega hefur komið fram um að íslenska ríkið hafi til athugunar að neyta heimildar í 43. gr. fyrrgreinds samnings til að óska eftir að máli nr. 27374/18 verði vísað til yfirdeildar mannréttindadómstólsins, óhjákvæmilegt að fresta munnlegum flutningi máls nr. 29/2018 um óákveðinn tíma þar til endanleg niðurstaða fæst um þetta efni. Verði á hinn bóginn engin slík krafa gerð mun málið koma til munnlegs flutnings á áður boðuðum tíma,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að áfrýjandinn Glitnir Holdco ehf. og stefndu, Stundin ehf. og Reykjavík Media ehf., hafi tilkynnt að þeir muni ekki krefjast þess fyrir Hæstarétti að dómur Landsréttar verði ómerktur af ofangreindum ástæðum. „Hefur Hæstiréttur því í samræmi við framangreint ákveðið að munnlegur flutningur máls nr. 29/2018 fari fram á áður boðuðum tíma föstudaginn 15. mars nk. Sams konar erindi verður beint til aðila annarra dómsmála fyrir Hæstarétti þar sem eins stendur á um,“ segir á vef Hæstaréttar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49