Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2019 11:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar. fréttablaðið/eyþór Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18