Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 22:44 Flugvélarnar hafa ekki verið kyrrsettar í Kanada en yfirvöld þar segja málið í skoðun. AP/Darryl Dyck Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja enga ástæðu til að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 flugvélar bandaríska fyrirtækisins Boeing. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. Þar að auki hafi flugmálayfirvöld annarra ríkja ekki geta sýnt fram á neitt slíkt til að réttlæta það að flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim. Þó er tekið fram að leiði rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu í ljós ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar muni FAA grípa umsvifalaust til aðgerða.UPDATED #FAA Statement regarding @Boeing 737 MAX. pic.twitter.com/HxObBr7qRf — The FAA (@FAANews) March 12, 2019 AP fréttaveitan segir FAA vera undir miklum þrýstingi heima fyrir. Stjórnmálamenn, samtök hagsmunaaðila og fagaðilar hafi kallað eftir því að flugvélarnar verði kyrrsettar. Flugvél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak um helgina. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, sem bannaði allt flug umræddra flugvéla í lofthelgi Evrópu í dag, tók fram í tilkynningu að enn væri of snemmt að draga ályktanir um orsakir flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair tilkynnti einnig í dag að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að Bretar bönnuðu flugvélarnar í lofthelgi Bretlands. Flightradar24 currently shows there are 85 Boeing 737 MAX aircraft airborne around the globe. Mostly over the USA.#Boeing #737MAX pic.twitter.com/LBfp1IzAo2— CivMilAir ✈ (@CivMilAir) March 12, 2019 Boeing Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja enga ástæðu til að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 flugvélar bandaríska fyrirtækisins Boeing. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. Þar að auki hafi flugmálayfirvöld annarra ríkja ekki geta sýnt fram á neitt slíkt til að réttlæta það að flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim. Þó er tekið fram að leiði rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu í ljós ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar muni FAA grípa umsvifalaust til aðgerða.UPDATED #FAA Statement regarding @Boeing 737 MAX. pic.twitter.com/HxObBr7qRf — The FAA (@FAANews) March 12, 2019 AP fréttaveitan segir FAA vera undir miklum þrýstingi heima fyrir. Stjórnmálamenn, samtök hagsmunaaðila og fagaðilar hafi kallað eftir því að flugvélarnar verði kyrrsettar. Flugvél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak um helgina. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, sem bannaði allt flug umræddra flugvéla í lofthelgi Evrópu í dag, tók fram í tilkynningu að enn væri of snemmt að draga ályktanir um orsakir flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair tilkynnti einnig í dag að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að Bretar bönnuðu flugvélarnar í lofthelgi Bretlands. Flightradar24 currently shows there are 85 Boeing 737 MAX aircraft airborne around the globe. Mostly over the USA.#Boeing #737MAX pic.twitter.com/LBfp1IzAo2— CivMilAir ✈ (@CivMilAir) March 12, 2019
Boeing Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira