Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2019 13:15 Þær Svandís Svavarsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Katrín Jakobsdóttir eru í dag saman í ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. vísir Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. Þá hafði Alþingi verið slitið og nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í Landsrétt. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag að skipan dómsins bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Katrín og Svandís sátu á þeim tíma sem skipað var í dóminn í minnihluta á Alþingi en Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu ríkisstjórn. Í dag sitja þær í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn VG greiddu atkvæði á móti Mikill ágreiningur var á þingi um skipan dómara við Landsrétt og fór atkvæðagreiðsla um tillögu Sigríðar vegna málsins eftir flokkslínum. Þannig greiddu allir þingmenn VG atkvæði gegn tillögu ráðherra sem og þingmenn Pírata, þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá og þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með tillögunni. Í grein sinni, sem ber titilinn „Nýliðinn þingvetur“, fara þær Katrín og Svandís yfir Landsréttarmálið. Segja þær uppnám millidómstigsins vera algjört og að það sé á ábyrgð dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar. „Gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil“ Rifja þær upp að minnihlutinn á Alþingi vildi að málinu yrði frestað þannig að ráðherra og þingið myndu fá meiri tíma til að skipa dómara við Landsrétt. „Við því var ekki orðið og neytti meirihlutinn því aflsmuna sinna til að samþykkja fimmtán nýja dómara við Landsrétt í bullandi ágreiningi þar sem augljóslega hafði ekki gefist tími til að fara yfir málið með fullnægjandi hætti. Það er grafalvarlegt í lýðræðissamfélagi að svo naumur meirihluti skuli fara fram með þessum hætti þegar um er að ræða eina grein hins opinbera valds, dómsvaldið, og skipan þess. Í tíð fyrri ráðherra málaflokksins var mikil áhersla á að leiða fram lagaumgjörð og inntak nýs dómstigs í sátt. Nýr ráðherra hefur nú þverbrotið það ferli, gengið fram á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum málsins. Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ segir í grein þeirra Katrínar og Svandísar frá árinu 2017. Telur sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri Rætt var við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hún dóm MDE ekki gefa henni tilefni til þess að segja af sér ráðherraembætti. Þá telur hún sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. Þá hafði Alþingi verið slitið og nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í Landsrétt. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í dag að skipan dómsins bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Katrín og Svandís sátu á þeim tíma sem skipað var í dóminn í minnihluta á Alþingi en Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu ríkisstjórn. Í dag sitja þær í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þingmenn VG greiddu atkvæði á móti Mikill ágreiningur var á þingi um skipan dómara við Landsrétt og fór atkvæðagreiðsla um tillögu Sigríðar vegna málsins eftir flokkslínum. Þannig greiddu allir þingmenn VG atkvæði gegn tillögu ráðherra sem og þingmenn Pírata, þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá og þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með tillögunni. Í grein sinni, sem ber titilinn „Nýliðinn þingvetur“, fara þær Katrín og Svandís yfir Landsréttarmálið. Segja þær uppnám millidómstigsins vera algjört og að það sé á ábyrgð dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar. „Gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil“ Rifja þær upp að minnihlutinn á Alþingi vildi að málinu yrði frestað þannig að ráðherra og þingið myndu fá meiri tíma til að skipa dómara við Landsrétt. „Við því var ekki orðið og neytti meirihlutinn því aflsmuna sinna til að samþykkja fimmtán nýja dómara við Landsrétt í bullandi ágreiningi þar sem augljóslega hafði ekki gefist tími til að fara yfir málið með fullnægjandi hætti. Það er grafalvarlegt í lýðræðissamfélagi að svo naumur meirihluti skuli fara fram með þessum hætti þegar um er að ræða eina grein hins opinbera valds, dómsvaldið, og skipan þess. Í tíð fyrri ráðherra málaflokksins var mikil áhersla á að leiða fram lagaumgjörð og inntak nýs dómstigs í sátt. Nýr ráðherra hefur nú þverbrotið það ferli, gengið fram á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum málsins. Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil,“ segir í grein þeirra Katrínar og Svandísar frá árinu 2017. Telur sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri Rætt var við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hún dóm MDE ekki gefa henni tilefni til þess að segja af sér ráðherraembætti. Þá telur hún sig njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04