Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Daðey Albertsdóttir skrifar 12. mars 2019 12:34 Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. Loftslagskvíði (e. climate anxiety). Það útskýrir svo margt. Þetta hefur verið að valda mér stigvaxandi hugarangri síðustu ár. Loftslagsbreytingar er eitthvað sem við heyrum meira og meira af í almennri umræðu og fólk er að verða meðvitaðara um áhrifin sem líferni okkar hefur á jörðina. Ég kvíði auðvitað allskonar hlutum. Ég er í framhaldsnámi með meðfylgjandi fjárhagsáhyggjum og álagi auk þess sem ég á ungt barn. En þegar uppi er staðið þá lifi ég auðvitað í eintómum lúxus. Með hús, bíl, barn, góða vini og sterkt bakland. Það verður hinsvegar að engu þegar hugurinn fer á flug. Loftslagsbreytingar. Ég hugsa mörgum sinnum á dag um það hvað er að verða um plánetuna okkar. Ég fæ kvíðahnút í magann og sting í hjartað þegar svörtustu hugsanirnar skjóta upp kollinum: við erum búin að eyðileggja plánetuna okkar og það er ekki aftur snúið. Lífið, eins og við þekkjum það, verður ekki svona eftir einhver ár, börnin okkar munu þurfa að takast á við afleiðingar þess lífernis sem ég og foreldrar mínir völdum okkur því við vorum ekki meðvituð um áhrifin sem það hafði á vistkerfi okkar. Hlýnun jarðar er staðreynd og afleiðingarnar skelfilegar. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að gera það sem er í mínu valdi til að minnka þessi áhrif. Eins og svo margir aðrir fór ég að flokka sorpið mitt, draga úr neyslunni, minnka kjötát, reyna eftir fremsta megni að kaupa innlent, nota ekki plastpoka og hef frá upphafi verið með barnið mitt í taubleyjum. Næst ætla ég að fá mér moltutunnu og byrja að rækta grænmeti á svölunum. Hljómar frekar vel, ekki satt? En svo kaupi ég líka of mikið af vörum í plastumbúðum og fer til útlanda einu sinni á ári. Ég keyri Ártúnsbrekkuna á hverjum morgni í díselbílnum mínum á nagladekkjunum. Ég heyri í nöglunum á malbikinu sem þyrla upp svifrykinu. Á sama tíma og mér finnst ég vera að gera allt sem ég get þá veit ég að ég er ekki að gera næstum því nóg. Á sama tíma og mér finnst það vera skylda mín sem samfélagsþegn að gera mitt besta þá fallast mér hendur því ég veit að það eru aðrir sem eru ekki einu sinni að pæla í þessu. Aðrir sem leyfa sér það sem þeir vilja og veslast ekki upp í loftslagskvíða yfir því hverjar afleiðingar neyslu þeirra á plánetuna okkar eru. Hvað á ég þá að gera? Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég les fréttir um sænska stúdendin hana Gretu Thunberg sem hrinti af stað byltingu þar sem að skólakrakkar um allan heim eru farnir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Ég fyllist baráttuanda og ákveð að nú sé kominn tími fyrir mig til að taka þátt og gera eitthvað í þessu vandamáli sem á hug minn allan. En svo man ég að ég get með engu móti keyrt úr Mosó niður á Austurvöll á díselbílnum mínum til að taka þátt í mótmælum. Þvílík hræsni væri það? Þá kem ég aftur að spurningunni hvað á ég að gera? Get ég gert meira? Hafa aðgerðir mínar einhver minnstu áhrif á heildina litið? Er þetta yfir höfuð í mínum höndum eða er það í höndum stjórnvalda að setja fyrirtækjum þrengri ramma og knýja fram þessar breytingar? Ég gæti lagt bílnum og byrjað að nota almenningssamgöngur. Væri það nóg? Eða á ég að hugsa, skítt með það, það litla sem ég nú þegar geri er nóg. Næsta kynslóð verður enn upplýstari og nær að knýja fram breytingar sem verða til þess að ég og börnin mín munum geta lifað á þessari jörð án þess að lifa í stöðugum ótta við það að jörðin hlýni um of og að við getum ekki snúið þróuninni við. Þegar við stöndum frammi fyrir hættulegum aðstæðum þá er þrennt í stöðunni. Að flýja, frjósa eða berjast. Kvíðinn er nefnilega lífsnauðsynlegt viðbragð sem gerir okkur kleift að bregðast hratt við í þessum aðstæðum og eykur líkur þess að komast af. Er þá ekki kominn tími til að nýta þennan kvíða til framkvæmda og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkur frá lífshættu? Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn heldur verðum við að berjast. Í þættinum Hvað höfum við gert? sem sýndur var á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld var dregin upp ansi svört en raunsæ mynd af vandanum. Við höfum 10 ár til að gera róttækar breytingar á lífsstílnum okkar annars verður ekki aftur snúið. Því skulum við standa saman, gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það að svörtustu spárnar verði að veruleika. Mætum á mótmæli (þó svo að við eigum díselbíla), minnkum neyslu, kaupum innlent, fækkum ferðalögum, notum almenningssamgöngur, flokkum sorpið okkar, minnkum kjötát, notum taubleyjur á börnin okkar og listinn heldur áfram. Það sem skiptir mestu máli, ekki gera ekki neitt. Enginn er fullkominn og margt smátt gerir eitt stór. Það sem ég ætla að gera núna er að hætta að kaupa nýjar flíkur og fá mér moltutunnu. Hvað ætlar þú að gera?Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. Loftslagskvíði (e. climate anxiety). Það útskýrir svo margt. Þetta hefur verið að valda mér stigvaxandi hugarangri síðustu ár. Loftslagsbreytingar er eitthvað sem við heyrum meira og meira af í almennri umræðu og fólk er að verða meðvitaðara um áhrifin sem líferni okkar hefur á jörðina. Ég kvíði auðvitað allskonar hlutum. Ég er í framhaldsnámi með meðfylgjandi fjárhagsáhyggjum og álagi auk þess sem ég á ungt barn. En þegar uppi er staðið þá lifi ég auðvitað í eintómum lúxus. Með hús, bíl, barn, góða vini og sterkt bakland. Það verður hinsvegar að engu þegar hugurinn fer á flug. Loftslagsbreytingar. Ég hugsa mörgum sinnum á dag um það hvað er að verða um plánetuna okkar. Ég fæ kvíðahnút í magann og sting í hjartað þegar svörtustu hugsanirnar skjóta upp kollinum: við erum búin að eyðileggja plánetuna okkar og það er ekki aftur snúið. Lífið, eins og við þekkjum það, verður ekki svona eftir einhver ár, börnin okkar munu þurfa að takast á við afleiðingar þess lífernis sem ég og foreldrar mínir völdum okkur því við vorum ekki meðvituð um áhrifin sem það hafði á vistkerfi okkar. Hlýnun jarðar er staðreynd og afleiðingarnar skelfilegar. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að gera það sem er í mínu valdi til að minnka þessi áhrif. Eins og svo margir aðrir fór ég að flokka sorpið mitt, draga úr neyslunni, minnka kjötát, reyna eftir fremsta megni að kaupa innlent, nota ekki plastpoka og hef frá upphafi verið með barnið mitt í taubleyjum. Næst ætla ég að fá mér moltutunnu og byrja að rækta grænmeti á svölunum. Hljómar frekar vel, ekki satt? En svo kaupi ég líka of mikið af vörum í plastumbúðum og fer til útlanda einu sinni á ári. Ég keyri Ártúnsbrekkuna á hverjum morgni í díselbílnum mínum á nagladekkjunum. Ég heyri í nöglunum á malbikinu sem þyrla upp svifrykinu. Á sama tíma og mér finnst ég vera að gera allt sem ég get þá veit ég að ég er ekki að gera næstum því nóg. Á sama tíma og mér finnst það vera skylda mín sem samfélagsþegn að gera mitt besta þá fallast mér hendur því ég veit að það eru aðrir sem eru ekki einu sinni að pæla í þessu. Aðrir sem leyfa sér það sem þeir vilja og veslast ekki upp í loftslagskvíða yfir því hverjar afleiðingar neyslu þeirra á plánetuna okkar eru. Hvað á ég þá að gera? Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég les fréttir um sænska stúdendin hana Gretu Thunberg sem hrinti af stað byltingu þar sem að skólakrakkar um allan heim eru farnir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Ég fyllist baráttuanda og ákveð að nú sé kominn tími fyrir mig til að taka þátt og gera eitthvað í þessu vandamáli sem á hug minn allan. En svo man ég að ég get með engu móti keyrt úr Mosó niður á Austurvöll á díselbílnum mínum til að taka þátt í mótmælum. Þvílík hræsni væri það? Þá kem ég aftur að spurningunni hvað á ég að gera? Get ég gert meira? Hafa aðgerðir mínar einhver minnstu áhrif á heildina litið? Er þetta yfir höfuð í mínum höndum eða er það í höndum stjórnvalda að setja fyrirtækjum þrengri ramma og knýja fram þessar breytingar? Ég gæti lagt bílnum og byrjað að nota almenningssamgöngur. Væri það nóg? Eða á ég að hugsa, skítt með það, það litla sem ég nú þegar geri er nóg. Næsta kynslóð verður enn upplýstari og nær að knýja fram breytingar sem verða til þess að ég og börnin mín munum geta lifað á þessari jörð án þess að lifa í stöðugum ótta við það að jörðin hlýni um of og að við getum ekki snúið þróuninni við. Þegar við stöndum frammi fyrir hættulegum aðstæðum þá er þrennt í stöðunni. Að flýja, frjósa eða berjast. Kvíðinn er nefnilega lífsnauðsynlegt viðbragð sem gerir okkur kleift að bregðast hratt við í þessum aðstæðum og eykur líkur þess að komast af. Er þá ekki kominn tími til að nýta þennan kvíða til framkvæmda og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkur frá lífshættu? Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn heldur verðum við að berjast. Í þættinum Hvað höfum við gert? sem sýndur var á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld var dregin upp ansi svört en raunsæ mynd af vandanum. Við höfum 10 ár til að gera róttækar breytingar á lífsstílnum okkar annars verður ekki aftur snúið. Því skulum við standa saman, gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það að svörtustu spárnar verði að veruleika. Mætum á mótmæli (þó svo að við eigum díselbíla), minnkum neyslu, kaupum innlent, fækkum ferðalögum, notum almenningssamgöngur, flokkum sorpið okkar, minnkum kjötát, notum taubleyjur á börnin okkar og listinn heldur áfram. Það sem skiptir mestu máli, ekki gera ekki neitt. Enginn er fullkominn og margt smátt gerir eitt stór. Það sem ég ætla að gera núna er að hætta að kaupa nýjar flíkur og fá mér moltutunnu. Hvað ætlar þú að gera?Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar