Dómur verður kveðinn upp í Mannréttindadómstól Evrópu í dag vegna máls íslensks manns sem dæmdur var fyrir umferðarlagabrot í Hæstarétti og vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur til að dæma í málinu í Landsrétti. Hann hafi því ekki notið réttlátrar málsmeðferðar.
Hæstiréttur hafði áður staðfest niðurstöðu Landsréttar í málinu og Arnfríður ekki látin víkja sæti. Fyrir liggur að Arnfríður og þrír aðrir dómarar við Landsrétt voru skipuð þvert á niðurstöðu hæfnisnefndar.
Tveimur umsækjendum um dómarastöður við Landsrétt voru dæmdar bætur vegna meðferðar málsins í aðdraganda skipunarinnar.
