VAR enginn dómari mættur í myndbandadómaraherbergið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 13:00 Ruben Alcaraz og félagar í Real Valladolid skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid en fengu bara eitt þeirra dæmt gilt. Getty/David S. Bustamant Leikmenn Real Valladolid hafa eflaust ekki mikinn húmor fyrir VAR-sjánni eftir að hafa misst tvö mörk í tapleiknum á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Í öðru VAR atvikinu gerðist þó eitt mjög skrýtið. Spánverjar nota VAR-sjána í öllum sínum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og þar eru öll vafaatriði skoðuð af sérstökum myndbandadómurum. Lið lenda því oft í því að fagna marki of snemma eins og var raunin í leik Real Valladolid og Real Madrid í gær. VAR dómarar hafa líka verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að bæði Manchester United og Porto komust áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að hafa fengið VAR-víti á lokamínútunum. Sumir eru ekkert alltof hrifnir af þeim töfum sem skapast vegna VAR-sjáarinnar og vilja að vafaatriðin falli bara þar sem þau falla. Þannig hafi fótboltinn alltaf verið en því verður varla breytt til baka úr þessu. Real Valladolid skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid í gær sem voru dæmd af eftir innkomu myndbandadómara. Í fyrra atvikinu gerðist það hins vegar að skipt var yfir í VAR-dómaraherbergið í sjónvarpsútsendingunni en þar var enginn og ljósið slökkt. Þetta var fyndið en um leið afar vandræðalegt. Myndbandadómararnir tóku markið samt fyrir og dæmdu það réttilega af vegna rangstöðu. Einhvers staðar voru því menn staddir sem tóku þessa ákvörðun. Blaðamaðurinn Sid Lowe, sem fjallar um spænska fótboltann, sagði seinna frá því að þetta hafi ekki verið rétta VAR-dómaraherbergið heldur það sem var notað í leik fyrr um daginn. Myndbandadómararnir voru því mættir í vinnuna þó að það hafi ekki litið út fyrir það.Carrusel say that the cameras had focused on the wrong VAR room, one that had been used for earlier game and now abandoned. So it was TV error. https://t.co/XcjLFXKsl2 — Sid Lowe (@sidlowe) March 10, 2019Í seinni hálfleik kom aftur upp VAR-atvik og þá var skipt yfir í rétta VAR-herbergið. Hér fyrir neðan má aftur á móti sjá þegar skipt var yfir í tóma VAR dómaraherbergið en undir má heyra lýsingu frá Ingvari Erni Ákasyni, sem fleiri þekkja undir nafninu Byssan.Klippa: VAR enginn myndbandadómari mættur í vinnuna Spænski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Sjá meira
Leikmenn Real Valladolid hafa eflaust ekki mikinn húmor fyrir VAR-sjánni eftir að hafa misst tvö mörk í tapleiknum á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Í öðru VAR atvikinu gerðist þó eitt mjög skrýtið. Spánverjar nota VAR-sjána í öllum sínum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og þar eru öll vafaatriði skoðuð af sérstökum myndbandadómurum. Lið lenda því oft í því að fagna marki of snemma eins og var raunin í leik Real Valladolid og Real Madrid í gær. VAR dómarar hafa líka verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að bæði Manchester United og Porto komust áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að hafa fengið VAR-víti á lokamínútunum. Sumir eru ekkert alltof hrifnir af þeim töfum sem skapast vegna VAR-sjáarinnar og vilja að vafaatriðin falli bara þar sem þau falla. Þannig hafi fótboltinn alltaf verið en því verður varla breytt til baka úr þessu. Real Valladolid skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid í gær sem voru dæmd af eftir innkomu myndbandadómara. Í fyrra atvikinu gerðist það hins vegar að skipt var yfir í VAR-dómaraherbergið í sjónvarpsútsendingunni en þar var enginn og ljósið slökkt. Þetta var fyndið en um leið afar vandræðalegt. Myndbandadómararnir tóku markið samt fyrir og dæmdu það réttilega af vegna rangstöðu. Einhvers staðar voru því menn staddir sem tóku þessa ákvörðun. Blaðamaðurinn Sid Lowe, sem fjallar um spænska fótboltann, sagði seinna frá því að þetta hafi ekki verið rétta VAR-dómaraherbergið heldur það sem var notað í leik fyrr um daginn. Myndbandadómararnir voru því mættir í vinnuna þó að það hafi ekki litið út fyrir það.Carrusel say that the cameras had focused on the wrong VAR room, one that had been used for earlier game and now abandoned. So it was TV error. https://t.co/XcjLFXKsl2 — Sid Lowe (@sidlowe) March 10, 2019Í seinni hálfleik kom aftur upp VAR-atvik og þá var skipt yfir í rétta VAR-herbergið. Hér fyrir neðan má aftur á móti sjá þegar skipt var yfir í tóma VAR dómaraherbergið en undir má heyra lýsingu frá Ingvari Erni Ákasyni, sem fleiri þekkja undir nafninu Byssan.Klippa: VAR enginn myndbandadómari mættur í vinnuna
Spænski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Sjá meira