Viðskiptavinir WOW air deila hrakförum og góðum ráðum í hópum á Facebook Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 22:26 WOW air varð gjaldþrota í gær og margir telja sig hlunnfarna af viðskiptum við flugfélagið. Vísir/vilhelm Farþegar flugfélagsins WOW air, sem lýst var gjaldþrota í gær, hafa safnast saman í hópum á Facebook og lýsa þar óförum sínum vegna gjaldþrotsins. Þá deila strandaglóparnir einnig góðum ráðum sín á milli. Að minnsta kosti tveir hópar hafa verið stofnaðir utan um viðskiptavini WOW air síðan í gær. Annar heitir Stranded in Iceland, eða Föst á Íslandi upp á íslensku, og er ætlaður þeim sem komast ekki heim í kjölfar gjaldþrotsins. Hinn ber nafnið Wow Air Customers en þar hafa viðskiptavinir sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við WOW air eftir fall flugfélagsins deilt reynslusögum. 66 meðlimir eru í fyrrnefnda hópnum og 137 í þeim síðarnefnda.Greiddu með debetkorti og fá ekkert Þannig hafa farþegar velt uppi spurningum um ferðatryggingar, endurgreiðslu á flugmiðum og svokölluð „björgunarfargjöld“ Icelandair og annarra flugfélaga. Einhverjir meðlimir hafa lýst yfir óánægju með ferlið, líkt og Rebecca Dordolo kemst að orði: „Er einhver annar bara… uppgefinn.. eftir aðeins einn dag? Þú veist, heilinn í mér heldur ekki í við öll skilaboðin og að setja sig í samband við fólk hægri vinstri.“ Aðrir standa frammi fyrir því að hafa greitt fyrir flugmiða sína með debetkorti en sjá ekki fram á að fá endurgreitt, þar sem slíkt gildir einingis fyrir þá sem greiða með kreditkorti. Í Stranded in Iceland-hópnum hefur strandaglópum til að mynda verið boðin ókeypis gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þá deila meðlimir ýmsum afsláttarkjörum sem fyrirtæki hafa boðið farþegum WOW air sem komast ekki heim, svo sem afslátt í Bíó Paradís og tilboði á gistingu hjá hótelinu Hlemmi Square. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vel hefði gengið að koma erlendum strandaglópum WOW air á Íslandi til síns heima, sérstaklega til Evrópu. Einhverjir hnökrar hafa verið á fólksflutningum til Bandaríkjanna en stjórnvöld hafa sagst tilbúin til að leigja flugvél til að koma Bandaríkjamönnum heim til sín. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Farþegar flugfélagsins WOW air, sem lýst var gjaldþrota í gær, hafa safnast saman í hópum á Facebook og lýsa þar óförum sínum vegna gjaldþrotsins. Þá deila strandaglóparnir einnig góðum ráðum sín á milli. Að minnsta kosti tveir hópar hafa verið stofnaðir utan um viðskiptavini WOW air síðan í gær. Annar heitir Stranded in Iceland, eða Föst á Íslandi upp á íslensku, og er ætlaður þeim sem komast ekki heim í kjölfar gjaldþrotsins. Hinn ber nafnið Wow Air Customers en þar hafa viðskiptavinir sem telja sig hlunnfarna af viðskiptum við WOW air eftir fall flugfélagsins deilt reynslusögum. 66 meðlimir eru í fyrrnefnda hópnum og 137 í þeim síðarnefnda.Greiddu með debetkorti og fá ekkert Þannig hafa farþegar velt uppi spurningum um ferðatryggingar, endurgreiðslu á flugmiðum og svokölluð „björgunarfargjöld“ Icelandair og annarra flugfélaga. Einhverjir meðlimir hafa lýst yfir óánægju með ferlið, líkt og Rebecca Dordolo kemst að orði: „Er einhver annar bara… uppgefinn.. eftir aðeins einn dag? Þú veist, heilinn í mér heldur ekki í við öll skilaboðin og að setja sig í samband við fólk hægri vinstri.“ Aðrir standa frammi fyrir því að hafa greitt fyrir flugmiða sína með debetkorti en sjá ekki fram á að fá endurgreitt, þar sem slíkt gildir einingis fyrir þá sem greiða með kreditkorti. Í Stranded in Iceland-hópnum hefur strandaglópum til að mynda verið boðin ókeypis gisting í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þá deila meðlimir ýmsum afsláttarkjörum sem fyrirtæki hafa boðið farþegum WOW air sem komast ekki heim, svo sem afslátt í Bíó Paradís og tilboði á gistingu hjá hótelinu Hlemmi Square. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vel hefði gengið að koma erlendum strandaglópum WOW air á Íslandi til síns heima, sérstaklega til Evrópu. Einhverjir hnökrar hafa verið á fólksflutningum til Bandaríkjanna en stjórnvöld hafa sagst tilbúin til að leigja flugvél til að koma Bandaríkjamönnum heim til sín.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33
Stjórnvöld tilbúin að leigja flugvél til að koma bandarískum strandaglópum heim Ekki hefur gengið jafnvel að koma Bandaríkjamönnum til síns heima og í tilfelli Evrópubúa. 29. mars 2019 21:30