Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 13:02 Önnur vélanna á Keflavíkurflugvelli í gær. vísir/vilhelm Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33