Samningsvilji en langt í land Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2019 06:00 Samingaviðræður við borð ríkissáttasemjara. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er enn langt í land,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í gærkvöldi og standa í tvo daga var aflýst. Viðar segir að ef boðaðar verkfallsaðgerðir skili auknum samningsvilja og nýjum umræðugrundvelli, sé eðlilegt að aðgerðum sé slegið á frest til að ræða saman. Næstu aðgerðir VR og Eflingar hefjast að óbreyttu í næstu viku, og byrja á mánudag er strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða leggja niður störf á háannatímum á morgnana og síðdegis. Þær aðgerðir munu að óbreyttu standa alla virka daga í apríl. „Það hefur myndast grundvöllur fyrir gerð kjarasamnings og við munum láta á það reyna á næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Já ég skynja það þannig,“ segir Halldór inntur eftir því hvort hann finni aukinn samningsvilja hjá öllum félögunum. Aðspurður um samráð við bakland samningsaðila segir Halldór að unnið verði við borð ríkissáttasemjara á næstu dögum. „Við munum byrja á að útfæra þetta á vettvangi ríkissáttasemjara.“Halldór segir vinnu síðustu vikna munu nýtast í ferlinu næstu daga. „Aðalatriðið er að létta þeirri óvissu sem legið hefur eins og mara yfir samfélaginu öllu; sama hvort við lítum til loðnubrests eða tvísýnnar stöðu flugfélaga, stöðu hjá heimilum og stjórnendum fyrirtækja,“ segir Halldór. Fundum hjá ríkissáttasemjara var frestað tvívegis í upphafi vikunnar vegna óvissu um flugfélagið WOW. „Það má alveg hrósa stjórnvöldum fyrir þann vilja sem þau hafa sýnt til að liðka fyrir samningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Rætt hafi verið bæði formlega og óformlega við stjórnvöld meðan á viðræðunum hefur staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að ráða úrslitum en margt fleira þurfi að smella saman. Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa haft töluverð áhrif á þau fyrirtæki sem þær hafa náð til en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefur hver dagur í verkfalli kostað umrædd fyrirtæki um 250 milljónir. Efling og VR höfðu boðað herta verkfallsvörslu vegna verkfalla sem nú hefur verið aflýst, bæði til að bregðast við við verkfallsbrotum og til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt fyrir að verkföllum í dag og á morgun hafi verið aflýst, standa aðrar boðaðar aðgerðir þangað til annað kemur í ljós. Viðar segir aðgerðaáætlun félaganna þaulskipulagða og árangursríka. „Það er ekki bara hert verkfallsvarsla sem hefur áhrif heldur einnig sú stigvaxandi pressa sem er í aðgerðunum. Við byrjuðum í verkfalli í einn dag. Verkföllin sem áttu að hefjast í dag áttu að standa í tvo daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 „Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Það er enn langt í land,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í gærkvöldi og standa í tvo daga var aflýst. Viðar segir að ef boðaðar verkfallsaðgerðir skili auknum samningsvilja og nýjum umræðugrundvelli, sé eðlilegt að aðgerðum sé slegið á frest til að ræða saman. Næstu aðgerðir VR og Eflingar hefjast að óbreyttu í næstu viku, og byrja á mánudag er strætóbílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnisferða leggja niður störf á háannatímum á morgnana og síðdegis. Þær aðgerðir munu að óbreyttu standa alla virka daga í apríl. „Það hefur myndast grundvöllur fyrir gerð kjarasamnings og við munum láta á það reyna á næstu dögum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Já ég skynja það þannig,“ segir Halldór inntur eftir því hvort hann finni aukinn samningsvilja hjá öllum félögunum. Aðspurður um samráð við bakland samningsaðila segir Halldór að unnið verði við borð ríkissáttasemjara á næstu dögum. „Við munum byrja á að útfæra þetta á vettvangi ríkissáttasemjara.“Halldór segir vinnu síðustu vikna munu nýtast í ferlinu næstu daga. „Aðalatriðið er að létta þeirri óvissu sem legið hefur eins og mara yfir samfélaginu öllu; sama hvort við lítum til loðnubrests eða tvísýnnar stöðu flugfélaga, stöðu hjá heimilum og stjórnendum fyrirtækja,“ segir Halldór. Fundum hjá ríkissáttasemjara var frestað tvívegis í upphafi vikunnar vegna óvissu um flugfélagið WOW. „Það má alveg hrósa stjórnvöldum fyrir þann vilja sem þau hafa sýnt til að liðka fyrir samningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Rætt hafi verið bæði formlega og óformlega við stjórnvöld meðan á viðræðunum hefur staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að ráða úrslitum en margt fleira þurfi að smella saman. Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hafa haft töluverð áhrif á þau fyrirtæki sem þær hafa náð til en samkvæmt útreikningum Samtaka ferðaþjónustunnar hefur hver dagur í verkfalli kostað umrædd fyrirtæki um 250 milljónir. Efling og VR höfðu boðað herta verkfallsvörslu vegna verkfalla sem nú hefur verið aflýst, bæði til að bregðast við við verkfallsbrotum og til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt fyrir að verkföllum í dag og á morgun hafi verið aflýst, standa aðrar boðaðar aðgerðir þangað til annað kemur í ljós. Viðar segir aðgerðaáætlun félaganna þaulskipulagða og árangursríka. „Það er ekki bara hert verkfallsvarsla sem hefur áhrif heldur einnig sú stigvaxandi pressa sem er í aðgerðunum. Við byrjuðum í verkfalli í einn dag. Verkföllin sem áttu að hefjast í dag áttu að standa í tvo daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 „Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45
„Verkfallsvopnið, það bítur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings. 27. mars 2019 19:50