Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 19:15 Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. Þar sem álag ferðamanna hafi verið mikið verði um hreinar björgunaraðgerðir að ræða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Á næstu þremur árum fara 3,5 milljarðar til uppbyggingar innviða. „Ég tel að það sé hægt að áorka ansi miklu með þessu. Við byrjuðum með ennþá stærra átak í fyrra sem stækkar síðan núna í ár. Þannig að ég vil meina að við séum búin að snúa úr vörn í sókn þegar kemur að uppbyggingu á ferðamannastöðum og á friðlýstum svæðum vegna álags ferðamanna,” segir umhverfisráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindu frá úthlutuninni á fréttamannafundi í Hannesarholti fyrr í dag.vísir/vilhelmFjármunir fari til verkefna á 130 stöðum víðs vegar um landið og á sumum stöðum séu verkefnin mjög brýn.Uppbygging nýrra staða líka styrkt „Það er sumstaðar beinlínis um björgunaraðgerðir að ræða. Við getum nefnt Fjaðrárgljúfur sem dæmi, Látrabjarg, gjáin í Þjórsárdal og fleiri svæði,” segir Guðmundur Ingi. Flest verkefnin miði að því að vernda náttúruna gegn álagi og bæta aðstöðu við helstu náttúruperlur og ferðamannastaði þannig að aðdráttarafl staðanna tapi ekki gildi sínu. „Síðan er líka hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem er í ráðuneyti ferðamála líka verið að miða við að byggja upp á nýjum stöðum sem geta dregið til sín ferðamenn. Og með því móti dreifa ferðamönnum betur um landið,” segir umhverfisráðherra. En auk 3,5 milljarða í fjölbreytt verkefni fari 1,3 milljarðar í að efla landvörslu. Landverðir stýri til að mynda umferð á friðlýstum svæðum. „Þeir geta líka oft á tíðum aukið jákvæða upplifun ferðafólks. Vegna þess að þeir eru með fræðslu og geta miðlað upplýsingum og haldið utan um umferð og umgengni á svæðunum. Passa að fólk haldi sig á stígum og annað slíkt. Oft á tíðum líka til að auka öryggi ferðafólks,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira