Innlent

Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnar­firði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg.
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hótanir í Hafnarfirði í gær, þar sem reyksprengju var kastað inn á pall. Einn er grunaður í málinu.

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Vaktin virðist hafa verið með rólegra móti en 41 mál var skráð í kerfi lögreglu og þrír gistu fangageymslur í morgunsárið.

Lögreglu bárust tilkynningar um þjófnaði í verslunum í póstnúmerunum 104 og 105 og innbrot og þjófnað í verslun í Garðabæ. Þá var tilkynnt um húsbrot í póstnúmerinu 111 og innbrot og þjófnað í 113.

Að minnsta kosti tveir voru stöðvaðir í umferðinni, annar reyndist undir áhrifum og hinn réttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×