Stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Barein, Katar, Kúveit og Íran fordæmdu í gær ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna fullveldi Ísraelsríkis yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir árið 1981 eftir að þær unnust í stríði við Sýrland.
Samkvæmt Reuters telja Arabaríkin að Gólanhæðir séu hernumið arabískt svæði og að ákvörðun Trumps sé friðarspillir. Íranar tóku í sama streng og sögðu ákvörðun Trumps ekki eiga sér nein fordæmi á þessari öld.
Trump tísti um ákvörðunina í síðustu viku en skrifaði formlega undir yfirlýsingu þess efnis á mánudag. Með honum var Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum.
Ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi er ekki hrifin af ákvörðun Trumps og sagði að um væri að ræða „árás“ á fullveldi Sýrlendinga.
Ákvörðun Trumps ergir

Tengdar fréttir

Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum
Ísraelar lögðu undir sig Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967. Önnur ríki hafa ekki viðurkennt yfirráð þeirra yfir landsvæðinu.

Segir guð mögulega hafa sent Trump til að bjarga Ísrael
Trump hefur farið hart fram gegn Íran frá því hann tók við embætti forseta.