Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2019 10:54 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/EPA Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti. Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.
Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira