Paul Pogba vill spila fyrir Real Madrid á næsta tímabili og er umboðsmaður hans þegar farinn að vinna í að koma honum þangað. Þetta segir spænska íþróttablaðið Marca.
Mikið var rætt um mögulegt brotthvarf Pogba á meðan Jose Mourinho var stjórinn á Old Trafford, því þeir áttu í mjög stormasömu sambandi. Ole Gunnar Solskjær er tekinn við stjórnartaumunum, í það minnsta út tímabilið, og hefur frammistaða Pogba batnað til muna.
Manchester United vill líklega ekki selja miðjumanninn en hann var keyptur fyrir metfé sumarið 2016. Pogba er samningsbundinn til 2021 og er ekkert uppsagnarákvæði í honum.
Pogba er um þessar mundir með franska landsliðinu sem mætir Íslandi í undankeppni EM 2020 á mánudagskvöld.
Marca segir Pogba vilja til Real
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn
