Erlent

Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vélarbilun olli því að skipið lenti í vanda.
Vélarbilun olli því að skipið lenti í vanda. Frank Einar Vatne/AP
Norskt skemmtiferðaskip, Viking Sky, er í vanda rétt undan ströndum Møre og Romsdal í sunnanverðum Noregi. Bilun í vél skipsins olli því að skipið tók að reka nálægt ströndinni.

Um 1300 manns voru um borð í skipinu en þyrlur voru senda út að skipinu til þess að flytja fólk í land. Neyðarkall frá skipinu barst um klukkan tvö að staðartíma.

Klukkutíma síðar hafði stjórnendum skipsins þó tekist að ná stjórn á aðstæðum og sigldu skipinu frá landi. Fólk var þó áfram flutt með þyrlum úr skipinu og í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×