Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Sigurður Mikael Jónsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. mars 2019 08:30 Frá upphafi göngu nemenda við Hagaskóla í gær vísir/vilhelm Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48