Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 16:58 Ein af Boeing 737 MAX vélum Icelandair en vélarnar hafa nú verið kyrrsettar. boeing Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. Virkni búnaðarins snýst um að sýna á skjá vélarinnar stöðu mælinga á afstöðu flugvélar á lofti. Greint var frá því í Stundinni í dag að Icelandair hefði ekki keypt búnaðinn og hafði það eftir heimildum en einnig var greint frá málinu í Morgunblaðinu og staðfesti upplýsingafulltrúi félagsins við blaðið að búnaðurinn hefði ekki verið keyptur. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að félagið hafi ekki keypt búnaðinn. Búnaðurinn verði hins vegar partur af Boeing 737 MAX vélum Icelandair í framtíðinni. Hann segir ástæðuna vera þá að sérfræðingar fyrirtækisins töldu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar við kaup á vélunum hefði svona mæling ekki haft áhrif á öryggi. Auk þess valdi Icelandair annan öryggisbúnað sem veiti mikið af þeim upplýsingum sem hinn búnaðurinn veitir. Því hefur verið haldið fram að búnaðurinn sem Icelandair keypti ekki hefði mögulega getað minnkað eitthvað líkurnar á flugslysunum í Eþíópíu og Indónesíu. Tæplega 350 fórust í flugslysunum tveimur sem urðu annars vegar í október síðastliðnum og hins vegar fyrr í þessum mánuði. Jens segir að þessi fullyrðing um búnaðinn sé ótímabær og ekki sennileg að mati Icelandair. Hann bendir jafnframt á að orsakir slyssins í Eþíópíu hafi ekki enn verið staðfestar og því séu allar fullyrðingar í tengslum við það ótímabærar. „Við teljum hins vegar að m.v. fyrirliggjandi upplýsingar hefði þessi búnaður ekki haft teljandi áhrif á getu áhafnar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp í Indónesíu. Við höfum þrátt fyrir það skoðað þetta nánar og sem partur af uppfærðum öryggisferlum okkar verður þessi búnaður partur af Boeing 737 MAX vélunum í framtíðinni. Þá langar mig til þess að ítreka að öryggi áhafna okkar og farþega hefur alltaf verið og verður alltaf í fyrsta sæti í starfsemi Icelandair. Varðandi Boeing 737 MAX vélarnar, þá hefur viðhald þeirra, þjálfun flugmanna og áhafna okkar verið unnið samkvæmt ströngustu öryggisferlum og eins og almennt í flugrekstri er sífellt verið að vinna að auknu öryggi,“ segir í svari Jens.Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í frétt Morgunblaðsins. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. Virkni búnaðarins snýst um að sýna á skjá vélarinnar stöðu mælinga á afstöðu flugvélar á lofti. Greint var frá því í Stundinni í dag að Icelandair hefði ekki keypt búnaðinn og hafði það eftir heimildum en einnig var greint frá málinu í Morgunblaðinu og staðfesti upplýsingafulltrúi félagsins við blaðið að búnaðurinn hefði ekki verið keyptur. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að félagið hafi ekki keypt búnaðinn. Búnaðurinn verði hins vegar partur af Boeing 737 MAX vélum Icelandair í framtíðinni. Hann segir ástæðuna vera þá að sérfræðingar fyrirtækisins töldu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar við kaup á vélunum hefði svona mæling ekki haft áhrif á öryggi. Auk þess valdi Icelandair annan öryggisbúnað sem veiti mikið af þeim upplýsingum sem hinn búnaðurinn veitir. Því hefur verið haldið fram að búnaðurinn sem Icelandair keypti ekki hefði mögulega getað minnkað eitthvað líkurnar á flugslysunum í Eþíópíu og Indónesíu. Tæplega 350 fórust í flugslysunum tveimur sem urðu annars vegar í október síðastliðnum og hins vegar fyrr í þessum mánuði. Jens segir að þessi fullyrðing um búnaðinn sé ótímabær og ekki sennileg að mati Icelandair. Hann bendir jafnframt á að orsakir slyssins í Eþíópíu hafi ekki enn verið staðfestar og því séu allar fullyrðingar í tengslum við það ótímabærar. „Við teljum hins vegar að m.v. fyrirliggjandi upplýsingar hefði þessi búnaður ekki haft teljandi áhrif á getu áhafnar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp í Indónesíu. Við höfum þrátt fyrir það skoðað þetta nánar og sem partur af uppfærðum öryggisferlum okkar verður þessi búnaður partur af Boeing 737 MAX vélunum í framtíðinni. Þá langar mig til þess að ítreka að öryggi áhafna okkar og farþega hefur alltaf verið og verður alltaf í fyrsta sæti í starfsemi Icelandair. Varðandi Boeing 737 MAX vélarnar, þá hefur viðhald þeirra, þjálfun flugmanna og áhafna okkar verið unnið samkvæmt ströngustu öryggisferlum og eins og almennt í flugrekstri er sífellt verið að vinna að auknu öryggi,“ segir í svari Jens.Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í frétt Morgunblaðsins.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf