Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Ari Brynjólfsson skrifar 22. mars 2019 08:00 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær. Fréttablaðið/Ernir Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, varð vitni að atvikinu. Hún fór út og tók myndir. „Mér blöskraði aðferðir lögreglunnar,“ sagði Rósa Björk. Ásgeir útskýrði að ljóst hefði verið að hópurinn ætlaði að kveikja í bálkesti á Austurvelli. Í kjölfar fyrirmæla um að fjarlægja vörubretti hefði mótmælandi verið handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann. Síðan hefði liðsmaður No Borders verið handtekinn fyrir að reyna að hindra handtökuna. Piparúðanum hafi síðan verið beitt eftir að tugir manna gerðu aðsúg að lögreglunni. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það gefur augaleið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ sagði Ásgeir Þór. „Það er ekki búið að finna krúttlega valdbeitingu, þannig að hún lítur alltaf illa út.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemd við að lögreglan skyldi boðuð á fundinn. Til sé nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu en sumir þingmenn haldi að það sé þeirra hlutverk að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Sigríður Björk sagði að aðgerðirnar væru komnar til þeirrar nefndar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00 Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21 Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Búsetuúrræði Útlendingastofnunar að fyllast Búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar eru af skornum skammti og hefur stofnunin kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög landsins um húsnæði. Meira en helmingi fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári miðað við árið í fyrra. 21. mars 2019 19:00
Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. 21. mars 2019 10:21
Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: „Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. 21. mars 2019 13:20