Tvísýn staða Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2019 08:00 Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun