Tvísýn staða Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2019 08:00 Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun